Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 156
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
úar-febrúar, en Island gerðist aðili að henni 1975. Þá sat hann ráð-
stefnu í Stokkhólmi 14.—21. ágúst um sumarið um samband safna,
kvikmynda og sjónvarps. Auk hans sátu þá ráðstefnu Mjöll Snæs-
dóttir fornleifa- og þjóðháttafræðingur og tveir stúdentar í þjóðhátta-
fræði við Háskóla Islands, Guðrún Garðars og Jóhann Stefánsson.
Eins og undanfarna vetur var haldið uppi reglulegum fyrirspurna-
þáttum í útvarpi og varð af þeim talsverður afrakstur að venju.
Stundakennslu í þjóðháttafræði við Háskóla Islands var og haldið
áfram.
Svo sem vikið var að í lok skýrslu síðasta árs var fyrir árslok 1975
hafinn undirbúningur að miklu söfnunarátaki um land allt sumarið
1976 með þátttöku stúdenta í þjóðháttafræði, sagnfræði og félags-
fræði. Helsti forystumaður stúdenta í þessu starfi var Frosti J. Jó-
hannsson. Fer hér á eftir greinargerð sem send var alþingismönnum
haustið eftir:
„Sumarið 1976 störfuðu rúmlega 20 stúdentar að söfnun heimilda
um íslenzka þjóðhætti úr öllum héruðum landsins. Tala þeirra er ekki
nákvæm, vegna þess að á tveim svæðum, þ. e. Skagafirði, Eyjafirði
og Múlasýslum, komu fleiri við sögu sakir mannaskipta.
Ekki hefur áður verið reynt að gera svo stórt átak á þessu sviði
á jafnskömmum tíma. 1 þessari fyrstu atrennu fengu safnararnir fá-
ein meginverkefni:
1. Fráfærur. Þessi fyrrum sjálfsagði þáttur sauðfjárbúskaparins
er nú horfinn fyrir einum til þrem mannsöldrum (kynslóðum). Sums-
staðar, einkum á Suðurnesjum, fundust nær engir, sem mundu sjálfir
eftir fráfærum, þótt þeir hefðu heyrt um þær talað og örnefni bentu
til þeirra. Víðast hvar fannst þó nóg af heimildarmönnum, enda lögð-
ust fráfærur almennt ekki niður fyrr en á fyrstu áratugum þessarar
aldar og héldust sumsstaðar við nokkuð fram á 5. áratuginn. Til sam-
anburðar skal þess getið, að eldra stig þessa atvinnuháttar, selja-
búskapurinn, reyndist með öllu horfinn úr minni manna, utan hvað
tveir menn fundust á öllu landinu, báðir á tíræðisaldri, sem verið
höfðu selsmalar í bernsku.
Reynt var að kanna þennan þátt þjóðai'búskaparins frá sem flestum
hliðum, tæknilega, félagslega, viðskipta- og efnahagslega, þ. e. tengsl
hans við aðrar breytingar í þjóðlífinu.
2. Kornmyllur knúnar af vatni eSa vindi. Það mun hafa verið undir
lok 18. aldar, sem tekið var að kenna Islendingum að reisa vatnsmyll-
ur og þá í tengslum við afnám einokunarverzlunarinnar og innflutn-
ing ómalaðs (ómaðkaðs) korns. Þær hafa síðan breiðzt töluvert út á