Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hreppi forna hafi skipt mörgum hundruðum kílómetra, og trúlega hefur helft þeirra verið að stofni til frá Þjóðveldisöld“.7 Hversu mikill þáttur garðahleðsla var í útistörfum i íslenskum sveitum til forna sést m.a. á því, að samkvæmt Grágás eru þrír af sex mánuðum sumar- misseris garðannir. Þar segir: ,,Á milli anna skal löggarð gera, en vorönn er til þess er mánaður er af sumri, en garðönn síðan tveir mánaðir. Þá er heyönn aðra tvo mánaði, en þá er löggarðsönn inn efsta mánað sumars“.8 Vinna við löggarða gekk fyrir flestum öðrum verkum þegar garðönn var, sbr. eftir- farandi ákvæði Grágásar um löggarð til skipta á afrétti: „Menn eiga það að vinna við löggarð þann, að fá sér eldibranda og reka heim smala sinn. Eigi skulu þeir svo reka aðra sýslu að það dvelji garðlagið“.9 Og í Jónsbók segir meira almennt: ,,Ekki skal vinna meðan garðönn er nema reka smala heim og fá eldibranda“.10 Byrjun garðanna og lok, nálægt miðjum maí og miðjum október, kunna að vera að einhverju leyti arfur frá fyrri heimahögum, þó engin slík ákvæði sé að finna i varðveittum norskum lögum, en líklegra er, að þessi tímamörk séu að mestu sniðin eftir íslenskum aðstæðum. Þau koma mætavel heim við það tiltölulega hlýja loftslag, sem líklegt er að hafi verið ráðandi að mestu á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Á ofanverðri 12. öld og á fyrri hluta 13. aldar versnar loftslag verulega11 og virðist bæði þetta, sem og reynslan af breytileika veðr- áttunnar frá ári til árs, endurspeglast í lagaákvæði Jónsbókar varðandi garð- annir, en þar segir: „Sú er hin fyrsta lagastefna [þ.e. til garðlags], þegar torfu- þítt er og til þess er menn vinna völlu sína. Sú er önnur þá er lokið er vororku og til heysláttu. Sú er hin þriðja þá er hey er hirt og til þess er jörð frýs“.12 Skv. Grágás skal löggarður vera „fimm feta þykkur við jörð niðri, en þriggja ofan, taka í öxl manni af þrepa, þeim er gildar álnir og faðma hefir“.13 Ákvæði Jónsbókar eru svipuð: „Það er löggarður er V feta þykkur er við jörð niðri en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi er hann er hálfrar fjórðu álnar hár“.14 Sú alin, sem hér er reiknað með, er að líkindum um 49 sm,15 hæð löggarðs skv. því tæplega 150 sm, eða álíka og breidd lög- garðsins neðst. Hin geysi-umfangsmiklu garðlög hér á landi til forna og hin mörgu lagaákvæði þar að lútandi virðast að meStu vera séríslenskt fyrirbæri grundað á íslenskum staðháttum, harla ólíkum þeim er voru í fyrri heimkynnum land- námsmanna, sér í lagi í Noregi. Grágás hefur líka fátt úr hinum fornu norsku lögum, Gulaþingslögum og Frostaþingslögum, varðandi garða, þó andi lag- anna, varðandi mikilvægi garða, sé svipaður, sá andi er felst í þeim orðum Gulaþingslaga, að „garður er granna sættir".16 Þær einu löggirðingar, sem nefndar eru í norsku lögunum, eru stauragirðingar. í barrskógalandi, eins og Noregur er að miklum hluta, var timbur eðlilegasta girðingarefnið. Á íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.