Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Qupperneq 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hreppi forna hafi skipt mörgum hundruðum kílómetra, og trúlega hefur helft
þeirra verið að stofni til frá Þjóðveldisöld“.7
Hversu mikill þáttur garðahleðsla var í útistörfum i íslenskum sveitum til
forna sést m.a. á því, að samkvæmt Grágás eru þrír af sex mánuðum sumar-
misseris garðannir. Þar segir: ,,Á milli anna skal löggarð gera, en vorönn er til
þess er mánaður er af sumri, en garðönn síðan tveir mánaðir. Þá er heyönn
aðra tvo mánaði, en þá er löggarðsönn inn efsta mánað sumars“.8 Vinna við
löggarða gekk fyrir flestum öðrum verkum þegar garðönn var, sbr. eftir-
farandi ákvæði Grágásar um löggarð til skipta á afrétti: „Menn eiga það að
vinna við löggarð þann, að fá sér eldibranda og reka heim smala sinn. Eigi
skulu þeir svo reka aðra sýslu að það dvelji garðlagið“.9 Og í Jónsbók segir
meira almennt: ,,Ekki skal vinna meðan garðönn er nema reka smala heim og
fá eldibranda“.10
Byrjun garðanna og lok, nálægt miðjum maí og miðjum október, kunna að
vera að einhverju leyti arfur frá fyrri heimahögum, þó engin slík ákvæði sé að
finna i varðveittum norskum lögum, en líklegra er, að þessi tímamörk séu að
mestu sniðin eftir íslenskum aðstæðum. Þau koma mætavel heim við það
tiltölulega hlýja loftslag, sem líklegt er að hafi verið ráðandi að mestu á fyrstu
öldum íslandsbyggðar. Á ofanverðri 12. öld og á fyrri hluta 13. aldar versnar
loftslag verulega11 og virðist bæði þetta, sem og reynslan af breytileika veðr-
áttunnar frá ári til árs, endurspeglast í lagaákvæði Jónsbókar varðandi garð-
annir, en þar segir: „Sú er hin fyrsta lagastefna [þ.e. til garðlags], þegar torfu-
þítt er og til þess er menn vinna völlu sína. Sú er önnur þá er lokið er vororku
og til heysláttu. Sú er hin þriðja þá er hey er hirt og til þess er jörð frýs“.12
Skv. Grágás skal löggarður vera „fimm feta þykkur við jörð niðri, en
þriggja ofan, taka í öxl manni af þrepa, þeim er gildar álnir og faðma
hefir“.13 Ákvæði Jónsbókar eru svipuð: „Það er löggarður er V feta þykkur
er við jörð niðri en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi er hann
er hálfrar fjórðu álnar hár“.14 Sú alin, sem hér er reiknað með, er að líkindum
um 49 sm,15 hæð löggarðs skv. því tæplega 150 sm, eða álíka og breidd lög-
garðsins neðst.
Hin geysi-umfangsmiklu garðlög hér á landi til forna og hin mörgu
lagaákvæði þar að lútandi virðast að meStu vera séríslenskt fyrirbæri grundað
á íslenskum staðháttum, harla ólíkum þeim er voru í fyrri heimkynnum land-
námsmanna, sér í lagi í Noregi. Grágás hefur líka fátt úr hinum fornu norsku
lögum, Gulaþingslögum og Frostaþingslögum, varðandi garða, þó andi lag-
anna, varðandi mikilvægi garða, sé svipaður, sá andi er felst í þeim orðum
Gulaþingslaga, að „garður er granna sættir".16 Þær einu löggirðingar, sem
nefndar eru í norsku lögunum, eru stauragirðingar. í barrskógalandi, eins og
Noregur er að miklum hluta, var timbur eðlilegasta girðingarefnið. Á íslandi