Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Grágásar og Jónsbókar um löggarða eigi við annað en torfgarða. Það er at- hyglisvert, að í lögbókinni Járnsíðu, sem er mjög sniðin eftir Frostaþings- lögum, eru niðurfelld ákvæði þeirra laga um löggarð, en tekin upp ákvæði Grágásar.19 Að því leyti sem íslensk garðlagamenning á til annarra landa rætur að rekja, voru, með tilliti til náttúrufars, fremur líkur á, að þær rætur mætti rekja til Bretlandseyja en Noregs og kemur þá fyrst í hug hið mýrlenda írland. Þetta því fremur, sem liklegt má telja, að garðahleðsla hafi í fyrstu tíð búsetu á Islandi verið að verulegu leyti þrælavinna. Þetta eru þó getgátur einar án nánari könnunar. Hinir fornu garðar hérlendis eru víðast mjög flattir út og meira eða minna kaffærðir af yngri jarðvegi, einkum þó á uppblásturssvæðum og í nánd við eldstöðvar, þar sem jarðvegsþykknun hefur verið hröð. Er garður sá neðan við túnið í Skallakoti í Þjórsárdal, sem þversnið var mælt af sumarið 1939, talandi dæmi um þetta (1. mynd).20 Með beitingu gjóskutímatals á þverskurði af görðum eru góðir möguleikar á að ákvarða aldur þeirra víða á landinu, en lítið hefur enn verið gert að þessu og mikið verk þar óunnið. Bjarnagarður Hér á eftir verður að nokkru lýst garði, sem óefað er í tölu meiriháttar mannvirkja á íslandi frá fornri tíð. Það er sá garður, eða garðakerfi, í Land- broti, sem gengur undir nafninu Bjarnagarður. Það var að tilmælum Þórarins Helgasonar, fyrrum bónda í Þykkvabæ, sem ég fór fyrst að huga að þessum garði, fyrir um áratug, og könnun mín hefur byggst á hjálp áhugasamra sjálfboðaliða, fyrst og fremst Guðmundar Sveins- sonar skrifstofumanns, sem er Skaftfellingur, Meðallandi og Landbroti tengdur. Með þakklæti nefni ég einnig annan skaftfellskan áhugamann, Karl Magnússon vélstjóra, tvo félaga mína úr Jöklarannsóknafélaginu, þá Gunnar Guðmundsson forstjóra og Hörð Hafliðason járnsmið, harðduglega jafnt við snjó- sem moldargröft, Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Guðrúnu Larsen jarðfræðing. Séra Sigurjóni Einarssyni á Kirkjubæjarklaustri og Þorleifi pró- fessor Einarssyni þakka ég leyfi til að birta snið gegnum Bjarnagarð, sem þeir grófu og mældu ásamt aðstoðarmönnum að tilmælum Þórarins Helgasonar. A ferðum mínum í sambandi við Bjarnagarð hefi ég notið mikillar gestrisni Landbrotsmanna og Kirkbæinga, sem ég þakka af alhug. Þess skal og getið með þakklæti, að til greiðslu fyrir flugmyndir og hrein- teikningar korts og sniða hlaut ég styrk úr Hugvísindadeild Vísindasjóðs. Ástæðan fyrir því, að gerð var gangskör að því að kanna og mæla Bjarna- garð, var ekki hvað síst sú, að ekki virtist seinna vænna, ef takast ætti að rekja þennan garð nokkurnveginn óslitio að endilöngu, og í raun orðið um seinan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.