Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Grágásar og Jónsbókar um löggarða eigi við annað en torfgarða. Það er at-
hyglisvert, að í lögbókinni Járnsíðu, sem er mjög sniðin eftir Frostaþings-
lögum, eru niðurfelld ákvæði þeirra laga um löggarð, en tekin upp ákvæði
Grágásar.19
Að því leyti sem íslensk garðlagamenning á til annarra landa rætur að
rekja, voru, með tilliti til náttúrufars, fremur líkur á, að þær rætur mætti
rekja til Bretlandseyja en Noregs og kemur þá fyrst í hug hið mýrlenda írland.
Þetta því fremur, sem líklegt má telja, að garðahleðsla hafi í fyrstu tíð búsetu
á Islandi verið að verulegu leyti þrælavinna. Þetta eru þó getgátur einar án
nánari könnunar.
Hinir fornu garðar hérlendis eru víðast mjög flattir út og meira eða minna
kaffærðir af yngri jarðvegi, einkum þó á uppblásturssvæðum og í nánd við
eldstöðvar, þar sem jarðvegsþykknun hefur verið hröð. Er garður sá neðan
við túnið í Skallakoti í Þjórsárdal, sem þversnið var mælt af sumarið 1939,
talandi dæmi um þetta (1. mynd).20 Með beitingu gjóskutímatals á þverskurði
af görðum eru góðir möguleikar á að ákvarða aldur þeirra viða á landinu, en
lítið hefur enn verið gert að þessu og mikið verk þar óunnið.
Bjarnagarður
Hér á eftir verður að nokkru lýst garði, sem óefað er í tölu meiriháttar
mannvirkja á íslandi frá fornri tíð. Það er sá garður, eða garðakerfi, í Land-
broti, sem gengur undir nafninu Bjarnagarður.
Það var að tilmælum Þórarins Helgasonar, fyrrum bónda í Þykkvabæ, sem
ég fór fyrst að huga að þessum garði, fyrir um áratug, og könnun mín hefur
byggst á hjálp áhugasamra sjálfboðaliða, fyrst og fremst Guðmundar Sveins-
sonar skrifstofumanns, sem er Skaftfellingur, Meðallandi og Landbroti
tengdur. Með þakklæti nefni ég einnig annan skaftfellskan áhugamann, Karl
Magnússon vélstjóra, tvo félaga mína úr Jöklarannsóknafélaginu, þá Gunnar
Guðmundsson forstjóra og Hörð Hafliðason járnsmið, harðduglega jafnt við
snjó- sem moldargröft, Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Guðrúnu Larsen
jarðfræðing. Séra Sigurjóni Einarssyni á Kirkjubæjarklaustri og Þorleifi pró-
fessor Einarssyni þakka ég leyfi til að birta snið gegnum Bjarnagarð, sem þeir
grófu og mældu ásamt aðstoðarmönnum að tilmælum Þórarins Helgasonar.
A ferðum mínum í sambandi við Bjarnagarð hefi ég notið mikillar gestrisni
Landbrotsmanna og Kirkbæinga, sem ég þakka af alhug.
Þess skal og getið með þakklæti, að til greiðslu fyrir flugmyndir og hrein-
teikningar korts og sniða hlaut ég styrk úr Hugvísindadeild Vísindasjóðs.
Ástæðan fyrir því, að gerð var gangskör að því að kanna og mæla Bjarna-
garð, var ekki hvað síst sú, að ekki virtist seinna vænna, ef takast ætti að rekja
þennan garð nokkurnveginn óslitið að endilöngu, og í raun orðið um seinan