Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eldri kortum. Þetta nafn er tekið að fyrnast austur þar, en enn kannast menn
við örnefnið Skjaldbreiðarmelar og telja þá hafa verið einhversstaðar suð-
vestur af Sléttabóli.
Jón Jónsson jarðfræðingur hefur það eftir föður sínum, Jóni Einarssyni,
sem uppalinn var í Hátúnum, að hraunháls sá, sem teygir sig norður með Víkur-
flóði að austan og nú nefnist Víkurháls og Grjótháls, hafi heitið Saurbæjar-
háls til forna.39 Hið sama hefur Magnús Bjarnfreðsson, blaðamaður, eftir
fóstra sínum, Páli Pálssyni, er bjó í Efrivík, og segir, að á einum stað austur
af hálsinum sé nokkur upphækkun í landslaginu, þar sem Saurbær gæti hafa
verið.40
Býla í Skjaldbreið er hvergi getið í fornum heimildum og Skjaldbreiðar
aðeins á einum stað. í máldaga kristbús að Þverá, sem talinn er frá 1367, er
sagt, að kristbúið eigi „9 mels í Skjaldbreið*1.41 Með orðum Þorvalds
Thoroddsens „mætti ef til vill af því ráða, að þar hafi þá þegar eingöngu verið mel-
land, en engin byggð“.42 Þorvaldur hefur það eftir Sæmundi Hólm — ég hef
ekki getað grafið upp úr hvaða riti — að kirkja þeirra í Skjaldbreið hafi verið í
Lundi.43 Líklegri er sú arfsögn, að kirkja hafi verið í Saurbæ. Víst er, að
norðaustur af þvi svæði, sem síðari tíma menn hafa talið vera Skjaldbreið, var
byggð til forna austan Hverfisfljóta og nærri suðurjaðri Rauðabergshrauns,
og kirkjustaður hennar var að Lundi, þar sem enn eru rústir, umflotnar
Djúpá. Þess kirkjustaðar er fyrst getið í máldaga, sem talinn er frá 1343, og
skal þar „sungið annan hvern dag helgan“.44 Síðasti máldagi, sem getur
Lundarkirkju, er Vilkins máldagi frá 1397.45 En í skrá um eignir Kálfafells-
kirkju frá 21. maí 1390 er Lundarfjara nefnd og sögð vera 1800 faðmar.46
Vart er ástæða til að ætla annað en að einhver sannleikskjarni sé í munn-
mælunum um byggð í Skjaldbreið. Það gildir hið sama um sandflæmin milli
Skaftár og Núpsvatna og um flest þau sandflæmi önnur, sem íslensk auravötn
flæða um, að þar eru að jafnaði meiri eða minni svæði grasi gróin og geta því
verið fýsileg til búsetu, en eru í stöðugri hættu vegna þess hve laus auravötnin
eru í rásinni. En um þá hættu voru landnemarnir álíka ófróðir og um hættuna
af íslensku eldfjöllunum og sá ókunnugleiki bitnaði á afkomendum þeirra fyrr
eða síðar. Hafa ber i huga, að við upphaf íslandsbyggðar voru sandarnir
vestur af Skeiðarársandi víðáttumeiri en nú og farvegir ánna og rennsli hafa
verið miklum breytingum háð. Þess er einnig að minnast, að hlaup hafa á
sögulegum tíma komið í allar stóru árnar, sem falla um þetta svæði: Súlu,
Djúpá, Hverfisfljót og Skaftá, og hlaup i sérhverju þessara vatnsfalla gat gert
usla í Skjaldbreið. En um örlög býlanna, sem farið hafa í eyði forðum tíð milli
Núpsvatna og Landbrots, er eina vitneskjan að heita má sú staka, er Brynj-
úlfur Jónsson nam af vörum konu undir Eyjafjöllum fyrir nær níu áratug-
um:47