Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eldri kortum. Þetta nafn er tekið að fyrnast austur þar, en enn kannast menn við örnefnið Skjaldbreiðarmelar og telja þá hafa verið einhversstaðar suð- vestur af Sléttabóli. Jón Jónsson jarðfræðingur hefur það eftir föður sínum, Jóni Einarssyni, sem uppalinn var í Hátúnum, að hraunháls sá, sem teygir sig norður með Víkur- flóði að austan og nú nefnist Víkurháls og Grjótháls, hafi heitið Saurbæjar- háls til forna.39 Hið sama hefur Magnús Bjarnfreðsson, blaðamaður, eftir fóstra sínum, Páli Pálssyni, er bjó í Efrivík, og segir, að á einum stað austur af hálsinum sé nokkur upphækkun í landslaginu, þar sem Saurbær gæti hafa verið.40 Býla í Skjaldbreið er hvergi getið í fornum heimildum og Skjaldbreiðar aðeins á einum stað. í máldaga kristbús að Þverá, sem talinn er frá 1367, er sagt, að kristbúið eigi „9 mels í Skjaldbreið*1.41 Með orðum Þorvalds Thoroddsens „mætti ef til vill af því ráða, að þar hafi þá þegar eingöngu verið mel- land, en engin byggð“.42 Þorvaldur hefur það eftir Sæmundi Hólm — ég hef ekki getað grafið upp úr hvaða riti — að kirkja þeirra í Skjaldbreið hafi verið í Lundi.43 Líklegri er sú arfsögn, að kirkja hafi verið í Saurbæ. Víst er, að norðaustur af þvi svæði, sem síðari tíma menn hafa talið vera Skjaldbreið, var byggð til forna austan Hverfisfljóta og nærri suðurjaðri Rauðabergshrauns, og kirkjustaður hennar var að Lundi, þar sem enn eru rústir, umflotnar Djúpá. Þess kirkjustaðar er fyrst getið í máldaga, sem talinn er frá 1343, og skal þar „sungið annan hvern dag helgan“.44 Síðasti máldagi, sem getur Lundarkirkju, er Vilkins máldagi frá 1397.45 En í skrá um eignir Kálfafells- kirkju frá 21. maí 1390 er Lundarfjara nefnd og sögð vera 1800 faðmar.46 Vart er ástæða til að ætla annað en að einhver sannleikskjarni sé í munn- mælunum um byggð í Skjaldbreið. Það gildir hið sama um sandflæmin milli Skaftár og Núpsvatna og um flest þau sandflæmi önnur, sem íslensk auravötn flæða um, að þar eru að jafnaði meiri eða minni svæði grasi gróin og geta því verið fýsileg til búsetu, en eru í stöðugri hættu vegna þess hve laus auravötnin eru í rásinni. En um þá hættu voru landnemarnir álíka ófróðir og um hættuna af íslensku eldfjöllunum og sá ókunnugleiki bitnaði á afkomendum þeirra fyrr eða síðar. Hafa ber i huga, að við upphaf íslandsbyggðar voru sandarnir vestur af Skeiðarársandi víðáttumeiri en nú og farvegir ánna og rennsli hafa verið miklum breytingum háð. Þess er einnig að minnast, að hlaup hafa á sögulegum tíma komið í allar stóru árnar, sem falla um þetta svæði: Súlu, Djúpá, Hverfisfljót og Skaftá, og hlaup i sérhverju þessara vatnsfalla gat gert usla í Skjaldbreið. En um örlög býlanna, sem farið hafa í eyði forðum tíð milli Núpsvatna og Landbrots, er eina vitneskjan að heita má sú staka, er Brynj- úlfur Jónsson nam af vörum konu undir Eyjafjöllum fyrir nær níu áratug- um:47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.