Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
flestum fremur, með aðferð til að finna menjar eldgosa í iskjörnum úr
Grænlandsjökli og öðrum gaddjöklum. í eldgosum berst meira eða minna af
gasi, einkum brennisteinssamböndum og kolsýru, upp í lofthjúp jarðar og
dreifist aðallega sem móðumyndandi ördropar (aerosol), er smámsaman ber-
ast aftur til jarðar. Þar sem móðan sest, eða rignir niður, á jökla eykur hún
rafmagnsleiðni yfirborðslags hjarnsins, sem síðar breytist í ís, og það er þessi
leiðni, sem Hammer mælir og fær samtímis allgóða vitneskju um stærð
gosanna. Nú hafa árleg lög í Grænlandsjökli verið aldursákvörðuð með
öðrum aðferðum, svo að ekki skakkar nema einu til örfáum árum síðustu 1-2
árþúsundin og þetta gildir einnig um menjar eldgosanna. Eitt af allra fyrstu
gosunum, sem Hammer fann menjar um í Grænlandsjöklinum, var gosið í
Lakagígum 1783 og sker það sig mjög úr öðrum gosum varðandi stærð, svo
sem vænta mátti. Þar eð Eldgjárhraunið er svipaðrar stærðar og Skaftárelda-
hraunið leitaði Hammer í ískjörnunum fyrir beiðni undirritaðs að gosi
svipaðrar stærðar og Skaftáreldar, frá öldunum næstu fyrir og eftir 900,55 og
fann eitt og aðeins eitt svipaðrar stærðar, frá árinu 934.56 Skv. þessu má nú
telja öruggt, svo vart skakkar meira en einu ári til eða frá, að Landbrotshraun
og etv. Eldgjárhraunið allt, sé frá árinu 934. Athyglisverð í þessu sambandi
eru þau ummæli séra Jóns Steingrímssonar, að stórhlaup hafi komið undan
Mýrdalsjökli 934.57 Um það atriði og önnur ártöl varðandi eldgos í skrifum
séra Jóns verður fjallað í annari ritsmíð.
Það kann að þykja ólíklegt, að bæir hafi verið reistir á Landbrotshrauninu
þegar á 11. eða 12. öld ef hraunið rann árið 934, sem sé, að það hafi verið álíka
gamalt, eða jafnvel nokkru yngra en Skaftáreldahraunið nú er, þegar farið
var að reisa bæi á því. Þess er þá að geta, að býlin sem nefnd eru í elstu
máldögunum eru á hraunjaðrinum, sem víðast er skammt utan við 20 m
hæðarlínuna (sbr. kort II), og hafa ber í huga, einkum með reynslu af
Skaftáreldum, að myndun svo mikilla hrauna sem Skaftáreldahrauns og
Landbrotshrauns verður til þess að græða upp sandauðnir framundan og
fram með þeim og auka gróðursæld þeirra svæða, sem þar voru gróin fyrir.
Þessu veldur m.a. það, að ylur er í því vatni, sem undan slíkum hraunum
rennur, um ára- og jafnvel áratuga skeið eftir myndun þeirra, og síðar verða
það kaldavermsl, sem undan þeim koma. Sveinn Pálsson getur þess í dagbók
sinni frá 1793, hversu mjög silungsveiði jókst í vötnum undan Skaftárelda-
hrauni í Meðallandi fyrstu árin eftir Skaftárelda og hve gróðursæld varð
mikil.58
Saga byggðar á Brunasandi, sem séra Gísli Brynjólfsson hefur rakið,59 er
fróðleg í þessu sambandi. Brunasandur var auðn að langmestu þegar Skaftár-
eldahraunið brann, en ekki leið nema hálf öld þar til fyrsta býlið, Orrustu-
staðir, reis við jaðar hraunsins og brátt bættust fleiri við bæði við hraunjaðar-