Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 68
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 18. öld. Hún er í tíu liðum og nær yfir 3-4 meðalsiður, en naumast er ástæða til að prenta alla þá latínu hér. Innihaldið líkist raunar því, sem haft var yfir, þegar skírnarvatn var vígt fyrrum, og er mikið um særingar á móti Þeim Vonda. Þessi athöfn virðist lengi vel hafa verið framin eftir því sem tilefni gafst og óskir komu fram. En um 1400 kemst sú breyting á að tengja hina Miklu Bless- un við ákveðna daga í kirkjuárinu. Helstir þeirra eða algengastir voru kross- messa á vori, þrenningarhátíð, þrettándinn, upphaf langaföstu, ,,in ieiunio“, og páskar.27 Þegar los komst á helgisiðina kringum siðaskiptin, snerist þessi vatnsdreif- ingarathöfn víða upp í gamanmál, unglingar tóku að skvetta vatni á fólk, kaf- færa hver annan í brunnum og margt fleira í þeim dúr.28 Fátt er vitað um þvílíkar vatnsvígslur hér á landi, og er nú sem oftar, að rit- aðar heimildir frá 15. öld eru harla fáskrúðugar. En miðað við þróunina úti í Evrópu og hin miklu skipti okkar við Þjóðverja og Englendinga á þeirri öld og framan af hinni næstu, væri þess ekki síst að vænta, að einmitt þá hefðu angaliur slíkra siða borist hingað og tekið á sig einhverja mynd. Vitað er, að Hamborgarar höfðu kirkju í Hafnarfirði á 16. öld og þó líklega þegar fyrir 1500, og voru þar haldnar guðþjónustur og önnur embættisverk unnin fyrir kaupmenn og skipverja, meðan þeir lágu hér við frá vori til hausts.29 í áðurnefndri ritgerð Odds biskups Einarssonar er getið um vígslu vatns og dreifingu þess utan kirkju og á heimilum í sambandi við sunnudag og gang- daginn (gagndaginn) eina: ,,Vatn var vígt hvern einn sunnudag, en ekki á öðrum helgum dögum, og bar fólkið heim frá sóknarkirkjunni hvern sunnudag það vígða vatnið úr vatnspottinum í könnum, koppum, staupum, hornum etc., því vatnspotturinn var settur fram yfir kórsdyr, að hver mætti hafa þar af sem vildi, og stökktu þeir þessu vatni um sín hús, þá þeir komu heim. Á gagndaginn eina, sem var miðvikudagurinn fyrir uppstigningardag, var haft það embætti sem aldri var haft endranær: var þá gengið kringum tún- garða, fyrst frá kirkjudyrum í þá átt sem miðsmorguns átt er, svo um kríng allt í náttmála átt, þaðan réttsýnis til kirkju aptur; var borið vígt vatn undan, og upphalds stika, en í engum var prestur þá messuklæðum, utan litlar stólur á hálsi og bera handbók sína; stóð sinn kross i hverri átt á túngörðum, í miðs- morguns stað, dagmála, hádegis, miðmunda, nóns, miðsaptans, náttmála stað; ekki var þá súngið utan það prestur las sjálfur, en allt fólk gekk með honum, og þetta var gjört á hverju byggðu bóli, þó prestur væri ekki, því prestur bauð hann, og skipaði fólki (á sunnudaginn fyrir) svo að gjöra, að lesa sín fræði og bænir sem það kynni, og bífala sig guði.“30 Oddur biskup var reyndar ekki 'fæddur fyrr en 1559, en helsti heimildar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.