Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 95
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN Á 18. ÖLD. 99 sú, að Sigurður Guðmundsson málari hefur'skrifað á seðil í einum kistlinum (8. mynd): „Hallgrímur faðir Þorláks í Skriðu hefur skorið þennan kistil.“ Þegar einu sinni var farið að leggja trúnað á þessa upplýsingu, hlaut sú ályktun að verða dregin að hlutir með samskonar útskurði væru einnig verk Hallgríms. Ókunnugt er hvaðan Sigurður málari hafði þennan fróðleik sinn. — Við skulum vona að fyrr eða síðar takist að bera kennsl á smáskurðarmeist- arann. Timi er til kominn að hverfa aftur að skrautfjöl Ólafs amtmanns Stefáns- sonar. Með nokkrum rétti er hægt að halda því fram að hún sýni skyldleika bæði við flokk 1 og 2. Lögun blaða á fjölinni á sér margar hliðstæður meðal blaða í flokki 1. Þetta sést ef til vill langbest með því að bera fjölina saman við 4. og 10. mynd. Sérstaklega augljós eru líkindin milli stærstu blaðanna á 1. mynd og 10. mynd. Yfirborðsmeðferðin, sneiðingin á stönglum og blöðum, getur einnig minnt á smáskurðarmeistarann. Aftur á móti ber lítið á skorum og stungum sem eru svo algengar á hlutum í flokki 2, og það getur varla verið veðrun að kenna. Á skrautfjöl Ólafs Stefánssonar eru hinsvegar engir kólfar með laufblökum, sem sjást svo víða í verkum smáskurðarmeistarans. En það sem algjörlega skilur á milli hennar og verka hans er stærðin, sem ekki kemur fram á ljósmyndum. Skreytiformin á fjöl Ólafs eru mjög stór og grófgerð í samanburði við verk smáskurðarmeistarans, enda er hún um 3 cm þykk, þar sem aftur smágerðar myndir hans og skreyti er frá 3 mm upp í 1 cm á þykkt. Útskurðurinn í flokki 2 er nær skreytinu á fjölinni að því leyti að hann er stórgerðari í sér og fram kemur mikill áhugi á risverki þar sem upphleyptir teinungar liggja oft ofan á böndum sem sjálf eru upphleypt. Hægt er að benda á tvö sameiginleg efnisatriði. Sérstaka athygli vekja englar með myndkringlu á milli sín. Á 1. mynd eru þeir settir sinn hvoru megin við kringlu með spegil- nafndrætti og annarri áletrun, á 14. mynd halda þeir á konungskórónu uppi yfir kringlu með mannsgrímu í. En þó að efnisatriðin séu skyld, er útfærslan það ekki. Englamyndirnar eru sín í milli gjörólíkar, og myndir óþekkta meist- arans eru langtum glæsilegri en myndir í flokki 2. Hitt sameiginlega efnisatriðið er blómið með fjórum krónublöðum. Það er að finna í tveimur ystu uppundningum skreytisins, og í flokki 2 kemur það fyrir á öllum hlutunum sem nefndir voru. Þó er sá munur, að á skrautfjölinni eru blómin slétt á yfirborði, en í flokki 2 eru þau með skorum. Þar eru þau einnig yfirleitt dýpra skorin til miðjunnar. Þannig sýnir fjöl Ólafs amtmanns þó nokkurn skyldleika við báða flokka, 1 og 2. En við nánari athugun virðist þessi skyldleiki vera minni en maður hefur tilhneigingu til að halda fyrst í stað. Síðastliðið sumar (1981) var ég svo heppin að geta virt þetta fyrir mér í Þjóðminjasafni íslands í fylgd með Herði Ágústs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.