Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 123
127 GAMLA RÚSTIN VIÐ FÓELLUVÖTN straff að mæta fyrir sama pólitírétti forlíkunar commisaris Guðmundur Jónsson á Lágafelli og hreppstjóri Vigfús Halldórsson á Suðurreykjum til þess að vera vitni um þetta málefni, og ef krafist verður, sanna framburð sinn með eiði sínum. Þessi póstur birtist þar hjá ektamanni þeirrar ákærðu, Guðmundi bónda Guðmundssyni á Lágafelli. Gullbringu- og Kjósasýslukontori lta mars 1823 Undir minni hendi og innsigli Finsen“ Hér er röggsamlega til orða tekið, tilnefndur stefnudagur, þar sem klögu- málið verði tekið til meðferðar. En um framhaldið er nú ekkert vitað, því þarna fellur tjaldið. Ekkert hefur fundist nánar um þetta klögumál í bókum sýslumanns. Það verður því að álykta að viðkomandi persónur og þeirra nánir vandamenn hafi sjálfir jafnað þessa misklíð með sér, síðan tilkynnt það sýslu- manninum og þar með hafi málið verið úr sögunni. Guðmundur Guðmundsson maður Guðrúnar Hákonardóttur varð ekki maður gamall. Hann drukknaði í fiskiróðri frá Seltjarnarnesi þann 6. apríl árið 1830, var hann þá um hálffertugur að aldri. Á þessum mannskaðadegi fórust ekki færri en 15-20 menn í sjó af Seltjarnarnesinu, að vísu áttu þeir ekki allir þar heima. Þegar Guðmundur á Lágafelli féll frá, hafði hann átt sex börn með konu sinni og það sjöunda fæddist sumarið eftir að faðirinn dó. Það var Otti, fæddur 1830. Efnahagur þeirra Guðmundar og Guðrúnar virðist hafa verið góður. Dánarbúið eftir hann hljóp á 824 ríkisbankadali, þar á hvíldu skuldir 64 rbd. 74 sk. Komu þá til skipta 756 rbd. 74 sk. Guðrún Hákonardóttir hefur verið kona um hálffertug er hún varð ekkja. Hún bjó áfram á Lágafelli um nokkur ár. Árið 1835 er hún þar í tvíbýli, talin 41 árs gömul ekkja og „yfirheyrð ljósmóðir“ (þ.e. lærð ljósm.). Börn hennar eru þá talin hjá henni þessi: Ásta 17 ára, Guðmundur 14 ára, Hákon 13 ára og Símon 12 ára. Annað fólk ekki skráð á heimilinu. Árið 1840 er Guðrún komin að Stardal, talin búandi ekkja, ,,á jörðina“ er skráð í manntalið. Hjá henni eru þá aðeins tveir synir hennar, Guðmundur 20 ára og Einar 16 ára, annað fólk ekki talið. Guðrún býr enn í Stardal 1845 og er þá orðin fimmtug kona. Hjá henni eru þá tveir synir hennar, Hákon 23 ára og Einar 20 ára. Auk þeirra er talin fertug vinnukona, Friðsemd Vormsdóttir, og tvö tökubörn, 9 og 15 ára. Árið 1850 er Guðrún Hákonardóttir ekki talin lengur fyrir búi í Stardal, sögð „húskona er lifir af sínu“. Þá er þar talin búandi dóttir hennar Ásta Guðmundsdóttir ekkja, rúmlega þrítug, hjá henni er vinnumaður Oddur Oddsson 31 árs og nefndur ,,fyrirvinna“, með honum eignaðist Ásta son er Einar hét. Árið 1855 eru þær mæðgur Ásta og Guðrún Hákonardóttir komnar að Laxnesi. Ásta er talin þar fyrir búi og er ráðsmaður hjá henni Jón
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.