Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 2
82
engilhreinu sakleysi í huga þínum. Vakandi og sofandi skal þig
um hana dreyma.«
Lofaðu mér heldur að sofna aftur,« sagði sálin. »Ástin fyrn-
ist. Eg sá það í mannheimum. Eftir nokkur ár yrði hugur minn
við alt annað bundinn. Annars væri ég ekki karlmaður.«
»Pá geri ég þig að konu.« sagði Drottinn, »og gef þér þann
manninn, sem hjarta þitt þráir. Ljúfasta nautn þín skal vera að
gera daga hans dýrðlega, vefja um hann ástríkinu, veita kærleik-
ans lífsvatni inn í sál hans, láta sólargeislana leika sér alt í kring-
um hann, svo að hvergi beri skugga á.«
»Lofaðu mér heldur að soína aftur,« sagði sálin. sÞegar hugur
hans hverfur frá mér, mæni ég á eftir honum með tár í augunum
og sorg í hjartanu. Annars væri ég ekki kona. Eg hefi séð það
í mannheimum.«
»Vandfýsin ertu,« sagði Drottinn. »Petta býð ég þó ekld
öðrum en óskabörnum hamingjunnar. Samt ætla ég að bjóða þér
það, sem enn betra er. — Eg gef þér kærleikann til allra manna.
Að því einu skal þrá þín lúta, að fá gert alla menn vitra og góða.
Hvern volaðan vesaling, hvern heimskan sjálfbirging, hvern misk-
unarlausan mannníðing skaltu elska eins oh sjálfa þig. Allar þínar
hugsanir skulu vera hugsaðar fyrir aðra menn. Pú skalt gefa þeiin
alt, sem þú átt, auðæfin þín, fötin þín, matinn þinn, sálarfriðinn
þinn.«
»Fæ ég þá líka að njóta ástríkis annarra manna?« spurði sálin.
»Nei,« sagði Drottinn. »Nú ertu að verða of heimtufrek. Eg
er ekki að senda þig til himnaríkis heldur til mannheima. Par
getur ekki einu sinni guð almáttugur vakið ást á þeim mönnum,
sem elska aðra. Pví heitar sem þú elskar mennina, því sannfærð-
ari verða þeir um, að þú sért annaðhvort fantur eða flón. feir
rægja þig þá og svívirða á allar lundir, sjá ofsjónum yfir hverri
spjör, sem þú hylur með nekt þína, hverju hlýlegu orði, sem mönn-
um verður af vangá að segja um þig, hverju ánægjubrosi, sem
um varir þínar kann að leika. Krossfesti þeir þig ekki, þá er það
af því, að þeir hafa ekki manndáð í sér til þess. — En alt þetta
skaltu geta borið hugrökk og með ljúfu geði, af því að þú elskar
mennina.«
»Lofaðu mér heldur að sofna aftur,« sagði sálin.
»Vandfýsin ertu,« sagði Drottinn. »Petta býð ég annars
engum.«