Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 9

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 9
89 Sveinn var söngmaður og smiður; hafði forsöngvaratign f kirkjunni og við öll hátíðleg tækifæri í heimahúsum. Hann smíðaði fyrir afa minn, það sem fyrir kom, og lagfærði búsgögn þeirra hjóna. Hann hafði smíðað líkkistur þeirra löngu fyrir mitt minni og er mælt, að karlarnir hafi verið ölteitir meðan surtlur voru í smíðum. þegar Sveinn kom til afa, heilsaði hann honum á þessa leið: »Sæll í guði og blessaður.« — »Blessi þig drottinn,« sagði afn Báðir tóku ofan og kystust. Sveinn var vitsmunamaður og hafði afi hann fyrir ráðgjafa, þegar vandamál bar að höndum. Afi gerði orð eftir Sveini, þegar hann skyldi gefa dætur sínar og sátu þeir þá langa liríð á ráðstefnu. Sveinn var eini gesturinn, sem tafði fyrir afa. Vanlega hélt hann áfram verki sínu, þó gestir kæmu, og eins þó hann spyrði þá almæltra tíðinda. jþegar Sveinn korn, brá hann út af venjunni. Vanalega fóru karlarnir inn í skemmu afa míns, og sátu þar tímunum saman. Afi tók brennivínshálftunnu í sumarkauptíðinni og geymdi hana í skemmunni, og höfðu menn það fyrir satt, að karlarnir gleddu sig á tunnunni, þegar þeir dveldu í kofanum. Hins vegar gaf afi mörgum manni staup, sem bar að garði hans; því að þá var kaffið ekki orðið þjóðdrykkur, eti brennivínspottur- inn kostaði aðeins 16 skildinga. Sveini þótti gott í staupinu og afa mínum sömuleiðis. En þeir voru hófsmenn í þeirri grein, eins og öllum öðrum. Afi gaf Sveini á pelaglasið, þegar hann fór heim til sín, einkum þegar hann kom í þágu afa míns, eða vann eitthvað fyrir hann. Stundum- sendi hann Sveini í glasi á sunnudagsmorgna — þegar vel viðr- aði, þurkar gengu á sumrum, en hlákur á vetrum, eða góðviðri og jarðsæld. fá lét afi lesa húslestur með mikilli guðrækni. En ef hríðar gengu á vetrum og óþurkar á sumrum, slepti hann lestr- inum og var þá fálátur og þungur á brún. Pó lét hann jafnan lesa á hátíðum, hvernig sem viðraði, *og sendi þá Sveini bláa fleyg- inn fullan af brennivíni. -—- Pelaglasið, sem fór milli þeirra, var blár »fleygur«. — Afi las jafnan á Vídalín, þegar sunnudagalestrar voru hafðir um hönd. — Honum þótti alt annað guðsorð »dáðlaust«. En amma hafði mestar mætur á Hallgrímssálmum. Afi mun hafa dreypt á brennivíni á hverjum morgni, þegar hann

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.