Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 19
99 Og heill sé því hverjum, sem hugsar um þig og hlúir þér, aðþrengda móðir, og þeim manni gef ég minn hlýjasta hug, því hann er minn andlegi bróðir. Og andi minn fylgir, fer með þér eins, þó fallirðu og gangirðu á hnjánum og loks, þegar höfuð þitt hnígur í mold, er hugur minn yfir þér dánum. Já, heill sé þér, vinur, þú hugsaðir um og hlúðir að fátækri móður. Og frá oklcur ber ég þér fálitan krans sem framliðnum, ástkærum bróður. Eg veit þó hann fölnar og fúnar í jörð, er framtíðin merki sitt hefur með suðræna hlýju og bláskúra blik, sem blómklæði jörðinni gefur. Eg ræð ekki við það, að sjón mín er seidd sveit minna örendu vina, og yfir því lögmáli ber mér á brjóst: að blómhnappur hver verður sina. Já, svona eru kjörin þín, Fjallkona fríð með faldinn við blástirnda heiði, að þeir, sem að elska þig, oftast nær fá í endurgjald —• nábjörg og leiði. Og enn gekk það svona, að fífillinn féll, sem fósturjörð minni var krýndur, og síðla mér gengur sá harmur úr hug að hann er úr brekkuni tíndur. En hins er að vænta, þó haustlegt sé nú, að hlýni þó síðar og vori: að brumknappur fæðist á bláklukku gröf og blómstöng í sóleyjar spori. 7

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.