Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 20
IOO II. FRÆNKA MÍN. Að kvöldroðagullinu hugur minn hné til haustnátta þessara daga, og erfiði ströngu, er ársólin reis; — í orlof ég fer nú til Braga. En þess vegna hugur minn færist á flug, að fótum þó kreptur sé skórinn, að mér þykir frænka mín lágt vera leidd í landinu utan við kórinn. Mig skortir ei vilja, en get ekki gert á gröf þinni minningar-prýði; en leiði þitt gæti ég hækkað um hnaus og hlúð þar að grasrót og víði. Og til þín ég hvarfla nú svefnflótta sjón um svartnættið andvöku-hljóða, og set niður þunnskipað ljóðstafa-lim um leiðið þitt, frænka mín góða. Eg kyntist þér aðeins á flugi og ferð — á flótta, sem óraveg treindist. Hvert orð þitt var tvíeggjað, sárgjöfult sverð, en sólskin í huganum leyndist. I brám þínum virtist mér hretský og húm og haglél í sjáaldurs-baugum; en innar og dýpra var tálleysu trú og trygglyndis-dýrmæti’ í augum. Hve undarlegt sambland af örlyndishríð og eldi frá brúnum og hvarmi, en hins vegar gjöful, en getulaus hönd og góðvilja-ylur og bjarmi. Pú vantreystir öllum, en vildir þó gott. Sém veðurnæm gnípa í frera, er sólskin og stormvinda seiðir að brún, mér sýndist þú, frænka mín, vera. Við sjón minni blasir þín síðdegis-för í sólgeislaskortinum forðum á mannraunalandi í moldviðrisbygð, við mætttumst og skiftum þar orðum. /

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.