Eimreiðin - 01.05.1901, Side 32
I 12
og heldur ekki séra Matthíasar. En í leiknum eru ýmsar hjápersónur
vel sýndar: ágæt kerling, nokkrir stúdentar o. s. frv.
Aftur er Jón Arason sannarlegt mikilmenni. Hann hefir einu sinni
áður hrifið séra Matthías, þegar hann orti kvæðið, sem hann lætur
hinn aldna biskup flytja daginn, sem hann var höggvinn. Kvæðið er
ljótnandi.
Skáldleikurinn er um æfilok Jóns Arasonar. Hinn hálfsjötugi biskup
hefir orðið fyrir rangsleitni af Danakonungi. Hann vill ekki þola »ríkra
manna ofstopa« og býst til að verja rétt sinn. Allir höfðingjarnir í
biskupsdæmi hans veita honum örugt fylgi og fremst af öllum synir
hans, séra Björn og Ari lögmaður. Hann ríður til alþingis með 400
manna. Þar slær í harða sennu, en hinir lúthersku og konunghollu
Sunnlendingar verða að lúta í lægra haldi fyrir afli Norlendinga. Jón
Arason og synir hans láta samþykkja, að Gamlisáttmáli skuli gilda
og á þeim grundvelli skuli allir byggja vörn sína. Frá alþingi ríða
þeir í Skálholt, biskupssetur mótmælenda. Biskupinn þar, Martein
Einarsson, hafa þeir þegar á valdi sínu og allir aðrir, prestar og höfð-
ingjar, verða að lúta boði þeirra og banni. Svo greinilega hreinsar
Jón Arason til á staðnum, að hann lætur grafa upp bein »villumanns-
ins« Gissurar Einarssonar og jarðsetja þau utan kirkju. En þann, sem
hann hefði átt að halda sem fastast, lét hann lausan. Gálaust loforð! —
og hans hættulegasti mótstöðumaður, Daði Guðmundsson, gengur úr
greipum honum. Jón Arason ríður nú heim til Hóla og ætlar nú líka
að tryggja sig gegn þessum mótstöðumanni. En Daði verður fyrri til
og ræðst á hann, er honum hefir ekki tekist að halda flokki sínum
saman. Bæði biskup sjálfur og synir hans eru teknir höndum. En
það er ekki hægt að dæma þá fyrri en næsta alþingi kemur saman,
og nú er spurningin, hver eigi að taka að sér að geyma þá þangað
til. Enginn vill verða til þess Enginn þorir það. Þá segir séra Jón
Bjarnason lágt og dimt: »Öxin og jörðin« — og svo er hinn grá-
hærði biskup og hans gjörvulegu synir teknir af lífi án dóms og laga
méðan sívaxandi roði rís upp frá Heklutindum, sem verða rauðir sem
blóð og virðast boða mikil tíðindi.
Þetta er í stuttu máli efni leiksins, sem í öllu verulegu þræðir við-
burðasöguna eins og hún gerðist. En skáldleikurinn, sem höf. hefir
siníðað úr þessu efni, er engan veginn gallalaus.
Fyrsti gallinn er sá, hve lítið nútíðarsnið er á leiknum, að því er
snertir allar listareglur. Nánasta fyrirmynd séra Matthíasar að þessu
leyti' er augsýnilega Shakespeare, — enda hefir hann þýtt nokkur af
leikritum hans. En af mikilmenninu enska geta menn ekki lært smá-
muni listareglanna; í þeirri grein yrði Henrik Ibsen betri kennari. Séra
Matthías notar oft eintöl. Annar þáttur byrjar hjá honum með sýning,
sem óljóst minnir á samtal þjóna andstæðinganna í »Rómeó og Júlía«;
þær persónur, sem hér eru sýndar (Atli og Eysteinn), standa annars í
engu sambandi við ganginn í leiknum. í leikinn er fléttað inn gaman-
sýningum, sem virðast hafa þann einn tilgang, að varpa dálítilli glætu
inn í harmsögumyrkrið. Látum nú vera að persónur leiksins við og
við fara að kveða ljóð — það er hvort sem er gamall og góður ís-
lenzkur siður. En afarskringilegt verður það þó, þegar allur flokkurinn,
áður en hann hefur alþingisreið sína, fer að syngja: