Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 47
127
»Tímarit Bókmfél.« 1887). Mótstöðumenn Baurs tóku auðvitað til mót-
mæla, og urðu miklar ritdeilur um skoðanir hans.
En hver varð dómur sögunnar um skoðanir Baurs? »Innri vitnis-
burðir« hans reyndust gagnslausir og »ytri vitnisburðunum« fjölgaði ávalt
eftir því, sem ritdeilurnar stóðu lengur. Lærisveinar Baurs urðu ávalt
að hopa á hæl. »Hærri biblíurannsóknirnar« biðu algjörðan ósigur.
það reyndist satt og áreiðanlegt, að bækur nýja testamentisins eru eftir
þá höfunda, sem þær eru eignaðar. (Aðeins eru skiftar skoðanir um
seinna bréf Péturs). í þessu efni er mér óhætt að vísa til Jóns Helga-
sonar sjálfs.
jbegar »hærri biblíurannsóknirnar« höfðu beðið algjörðan ósigur,
að því er nýja testamentið snertir, sneru þeir sér að gamla testament-
inu. Ritdeilurnar um það eru byrjaðar. En það er enn þá ekki hægt
að sjá, hver leikslokin verða. Talsmenn »hærri biblíurannsókna« halda
því fram, að bækur gamla testamentisins (t. a. m. Mósebækurnar) séu
eigi eftir þá höfunda, sem þær eru eignaðar. þetta rökstyðja þeir með
»innri vitnisburðum«, er þeir þykjast geta fundið í gamla testamentinu.
Ollum »ytri vitnisburðum« (t. a. m. vitnisburðum fræðimanna Gyðinga í
Talmud og vitnisburði frelsarans í nýja testamentinu) hafna þeir al-
gjörlega.
Séra Magnús J. Skaftason, Únítaraprestur Vestur-íslendinga varð
fyrsti talsmaður þessara »hærri biblíurannsókna« meðal landa sinna.
I blöðum sínum »Dagsbrún« og »Lýsing« ritaði hann allmargar greinar
um það efni. Auk þess þýddi hann og gaf út allstórt rit, er heitir
»Rannsóknaröldin«. Höfundur þess er Thomas Paine. Og þýðing séra
Magnúsar er prentuð í Winnipeg 1899.
Séra Jón Helgason skipar sér við hlið séra Magnúsar, að því er
»hærri biblíurannsóknir« snertir. Hann hagnýtir sér rök séra Magnúsar,
án þess að nefna nafn háns. En þetta kemur sjálfsagt af því, að
trúarskoðanir þeirra eru ólíkar, þótt þeir séu sammála um »hærri
»biblíurannsóknir«.
Málið um ritvissu gamla testamentisins er vakið. því verður skotið
fyrir dómstól sögunnar. Það verður óefað sótt og varið af miklu kappi.
Guðfræðingar og vísindamenn skiftast í tvo flokka með eða móti rit-
vissunni. (Talsmenn »hærri biblíurannsókna« eru fámennir). Það getur
dregist mörg ár þangað til þessu máli er lokið. Sagan ein leiðir í ljós,
hver leikslokin verða.
Þessi ritgjörð Jóns Helgasonar um Mósebækurnar er sóknarskjal í
málinu. Hann er málflutningsmaður annars flokksins (»hærri biblíu-
rannsókna«). þess vegna skoðar hann málið að eins frá annarri hlið-
inni. Rök hans eru eigi fullsönnuð, og hann gengur fram hjá rökum
mótstöðumannanna. H. P.
VERÐI LJÓS! Mánaðarrit fyrir kristindóm og kristilegan fróð-
leik. Reykjavík 1900.
Fyrsta kirkjulega tímaritið á íslandi var: »Kirkjutíðindi fyrir ís-
land«, er þeir Hallgrímur biskup Sveinsson og þórarinn prófastur
Böðvarsson gáfu út (»Tjaldbúðin« V, bls. 36). j>að kom út á árunum
1878—1880.