Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 48
128 »Kirkjublaðið« var annað kirkjulega tímaritið á íslandi. það hóf göngu sína í júlímánuði 1891. Ritstjóri þess var þórhallur lektor Bjarnarson. Ritið var mjög margbreytt að efni og í alla staði ágætlega ur garði gjört. Sérstök einkenni þess voru kristileg auðmýkt, hógværð, lipurð og smekkvísi. Tímarit þetta hafði fyrir orðtæki: »Jnn á hvert einasta heimili«. »Kirkjublaðið« vakti umræður um aðskilnað ríkis og kirkju á Islandi. þegar það fyrir nokkrum árum hætti að koma út, var eigi framar minst á aðskilnaðinn. »Verði Ljós« er að nokkru leyti erfingi »Kirkjublaðsins«. En þó er allmikill munur á tímaritum þessum. »Verði Ljós« hefir tvo eða þrjá ritstjóra, en aðalritstjóri þess er prestaskólakennari Jón Helgason. það hefir að líkindum fleiri kaupendur en »Kirkjublaðið« hafði. Til þess eru sérstakar ástæður. »Verði Ljós« styður málefni »Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi« í öllum greinum. En að launum fyrir það fylgi útvegar kirkjufélagið tímaritinu kaupendur meðal kirkjufélagsmanna. Efnið í þessum árgángi er allmargbreytt. þar eru prédikanir, þýddar og frumsamdar ritgjörðir og frumort kvæði. Flest af þessu er kirkjulegs og kristilegs efnis. Margt er þar fagurt og vel sagt. þar eru ljóðmæli eftir skáldin séra Valdimar Briem, séra Matthías Jochumsson og Helga heitinn Hálfdánarson. Auk þess hafa margir merkir íslend- ingar ritað í þennan árgang, t. a. m. Hallgrímur þiskup Sveinsson, þórhallur lektor Bjarnarson og Eiríkur prestaskólakennari Briem, Yfir- leitt er efnið í árgangi þessum tímaritinu til sóma og íslenzku kirkjunni til blessunar. »Verði Ljós« hefir einn galla. Ritstjórinn virðist ekki enn þá hafa náð nægum andlegum þroska, enda er hann ungur maður. þetta þroskaleysi kemur fram á ýmsan hátt: 1. »Verði Ljós« á eðlilega í höggi við menn af öðrum kirkju- flokkum. þar stendur ritstjórinn mjög vel að vígi, t. a. m. að því er »aðventista« snertir. En honum hættir við að svara mótstöðumönnum sínum meir með stóryrðum en rökum. Auk þess gefur hann of oft í skyn, að hann sjálfur sé mikill vísindamaður. þetta á eigi vel við í kirkjulegu tímariti. 2. Vinir ritstjórans hafa skrifað mikið lof um hann í »Samein- ingunni« og »Aldamótum«. þeir hafa kallað hann »höfuðprest Is- lands« og sagt, að hann bæri af söllum íslenzkum kennimönnum að snild og lærdómi«. Honum hefir fundist, að hann þyrfti að gjalda líku líkt. Hann sendir þess vegna í »Verði Ljós« öll lofsorðin aftur með vöxturn. þessi persónulegi lofsöngur ritstjóranna sín á milli á alls eigi við í kirkjulegum fcímaritum. Ritstjórar kristilegra tímarita mega eigi segja hver við annan: Hældu mér og ég skal hæla þér. þeir eiga að gefa guði en eigi sjálfum sér dýrðina. þessi galli á »Verði Ljós« lagast, þegar ritstjórinn nær meiri and- legum þroska. Allur ytri frágangur á »Verði Ljós« er mjög góður, eins og að undanförnu. H. P. ALDAMOT X. ár. Winnipeg 1900. I þetta skifti byrja Alda- mótin með »Prédikun á 900 ára afmæli hinnar íslenzku kirkju« eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.