Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 50

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 50
130 að bezt kristnu þjóðirnar séu mestu framfaraþjóðirnar, og jafnframt þær, sem við mesta velgengni eiga að búa. þetta virðist mótsögn fyrir skynseminni, en engu að síður sé þessu þó svo varið. Fyrirlesturinn endar með því að benda á fyrirheiti kristindómsins um hinn nýja himin og nýja jörð sem það, er varpi Ijósgeislum frá guði sjálfum yfir hinar miklu mótsagnir heimstilverunnar og hinnar kristnu trúar. þetta er i fáum orðum efni þessa einkennilega fyrirlesturs. Vér getum trúað því, að margur, sem les þennan fyrirlestur, muni hrista höfuðið og spyrja: Hvernig fær nokkur maður ætlast til þess, að ég beygi mig fyrir slíkri lífsskoðun, sem þannig úir og grúir af mótsögn- um? Og slík spurning væri næsta eðlileg, ef trúarhugmyndir kristin- dómsins í sínu insta eðli innihéldu óleysanlegar mótsagnir. En það er trú vor, að þessu sé ekki þannig varið, heldur verði slíkar mótsagnir fyrir skynsemi vorri að eins meðan vér dveljum hér og sjáum gegnum gler í ráðgátu, en hverfi með öllu, þegar vér fáum að sjá augliti til auglitis. f>ví næst kemur: »Réttlætingin af trúnni«, umræðuupphaf á kirkju- þingi í Selkirk, eftir Jónas A. Sigi/rðsson. Réttlætingarlærdómur lúthersku kirkjunnar er hér framsettur skýrt og greinilega með stöðugum tilvitn- unum í heilaga ritningu. það er tekið greinilega fram, að verkfæri réttlætingarinnar sé trúin, hin sanna lifandi trú, sem lýsir sér í góðu líferni og ber andans sönnu ávexti. Að síðustu er minst á stefnumun þann, er virðist koma fram hjá postulunum Páli og Jakobi með tilliti til þessarar kenningar. það er sýnt fram á, hvernig stefnumunur þessi er að eins á yfirborðinu, en hverfur þegar vel er að gáð. f>ví næst koma: »Hinar nýju biblíurannsóknir«, eftir ritstjórann. Er það rit- dómur um ritgjörð séra Jóns Helgasonar í Tímariti Bókmentafélagsins: »Mósebækurnar í ljósi hinna vísindalegu rannsókna«. Fyrst er efni þessarar ritgjörðar rakið í fám orðum. Bæði þeim, sem halda þessum nýju skoðunum fram, og þeim, sem þær aðhyllast, er ráðið til að fara varlega. í fám orðum er sýnt frarn á, hvaða þýð- ingu þessar nýju skoðanir hafa fyrir innblásturskenninguna og sjálft gamla testamentið. það dylst ekki, að hér er, að ýmsu leyti, haldið fram öðrum skoðunum, en áður hafa birst í Aldamótunum um sama efni. En við því er ekkert að segja. »Tímarnir breytast og vér breytumst með þeim«. |>ví næst koma: »Steinar«, fyrirlestur eftir Stgr. N. Þorláksson. Steinarnir eru hér látnir tákna erfiðleikana, sem fyrir verða í lífiu. J>að er sýnt fram á, hvernig þeir geta orðið mönnum til góðs, að því leyti, sem þeir knýja þá til þess að leggja fram alla sína krafta í lífs- baráttunni. Að endingu koma hinir venjulegu ritdómar eftir ritstjórann. jbeir eru skemtilega ritaðir að vanda þar er minst á flestar íslenzkar bækur, sem út hafa komið á árinu, og er það mikill kostur. Að ytra frágangi eru Aldamótin mjög vönduð. þeir, sem kaupa þau, vinna því tvent í einu, eignast góða bók, og styðja fagurt fyrirtæki. J. Þ. JÓN BJARNASON: MINNING KRISTNITÖKUNNAR Á ÍS- LANDI fyrir níu öldum. (Sérpr. úr »Samein.« I900).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.