Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 51
1 byrjun prédikunar þessarar er stuttlega drepið á, hversu þýðingar- mikill atburður kristnitakan hafi verið fyrir þjóð vora. það er sýnt fram á, hvernig kristindómurinn þegar í stað varð andlegt súrdeig fyrir þjóðina, sem hafði sín blessandi og helgandi áhrif í för með sér. Hin vilta víkingslund stillist. Harðneskjan rénar. Hefndargirnin sefast. þræla- haldið '.’hverfur. Jafnframt er það þó skýrt tekið fram, að hinn fyrsti kristindómur þjóðar vorrar hafi engan veginn verið fullkominn. það sýni hvað Ijóslegast víg Höskuldar Hvítanessgoða og Njálsbrenna, hin tvö voða- hryðjuverk, er unnin voru á íslandi ioii. En enda þar bregði þó fyrir birtu kristinnar trúar. jbað vitna andlátsorð Höskuldar, og sálar- stríð Flosa, þegar Hildigunnur bróðurdóttir hans skorar á hann að koma blóðhefndum fram á banamönnum hins látna. í fám orðum eru því næst tekin fram höfuðatriðin í kristnissögu þjóðarinnar. það er sýnt fram á, að á þeim tímum, sem kristindóm- urinn hefir staðið í mestum blóma, hefir hið andlega líf þjóðarinnar einnig blómgast bezt En síðasti og aðalkafli þessarar prédikunar gengur út á það, að kristindómurinn geti orðið súrdeig fyrir hina íslenzku þjóð með framúr- skarandi lyftingarafli. Skilyrðin séu aðeins þau, að hann sé prédikaður rétt og hreint, og að allir þeir, sem honum veita viðtöku, sýni hin helgandi áhrif hans í gjörvöllu lífi sínu. Á þann hátt fær kristindóm- urinn smátt og smátt gegnumsýrt alt þjóðfélagið og unnið sigur á öllum andstæðum öflum. En að það sé síðasta markmið hans, hljóta allir þeir að kannast við, sem muna eftir dæmisögu frelsarans um súrdeigið. /■ /■ JC)N BJARNASON: GUÐSPJALLAMÁL. Prédikanir á sunnu- dögum og hátíðum kirkjuársins. Rvík 1900 (Sigurður Kristjánsson). Höfundur prédikana þessara er einn af þeim mönnum, sem á síð- ari tímum hefir gjört mest að því, að vekja og glæða hjá þjóð sinni áhuga á trúarlegum og kirkjulegum efnum. Frá liðnum tímum höfum vér þess svo rnargan og órækan vott, en fegursti votturinn er þó óefað »Guðspjallamál«, prédikanasafn það, sem hann nú hefir gefið íslenzku kirkjunni á 900 ára afmæli hennar. Vér viljum hér ekki fara út í neinn samanburð á prédikunum þessum og öðrum eldri íslenzkum prédikunum. Vér viljum að eins stuttlega benda á, að hverju leyti þessar prédikanir einkenna sig frá prédikunum þeim, sem vér hingað til höfum átt að venjast. Það, sem máske sérstaklega ein- kennir prédikanir þessar frá prédikunum þeim, sem vér hingað til höf- um þekt, er það stöðuga tillit, sem hér1 er tekið til árásanna frá hálfu vantrúarinnar. Mjög margar prédikanir í þessu prédikanasafni verða því, að meira eða minna leyti, trúvarnarprédikanir. Þannig eru, auk margra fleiri, allar aðventuprédikanirnar trúvarnarprédikanir, þótt það kannske einna helzt gildi um prédikunina á annan sunnudag í aðventu, sem og að öðru leyti er einhver fegursta prédikunin í allri bókinni. Slíkar trúvarnarprédikanir eru nýlunda í íslenzkri prédikunarlist. En að sú nýlunda sé þörf og enda nauðsynleg, við það munu víst allir vinir kristindómsins kannast. Árásir vantrúarinnar, sem einnig á síðari tím-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.