Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 57
!37 Nokkur ljóðmæli. I. EF ÉG VÆRI LÆKUR. Væri ég lækur lítill og sprækur, skyldi ég taka lífið létt; hæna’ að mér blómin, hlæja’ úr mér róminn, fá mér síðan frískan sprett II. TIL SKÁLDS. Ljúfi fugl hjá freðnum stein, fögru gæddur hljóði, ef ég þekti öll þín mein, eflaust gréti’ eg blóði. Gleymt er ei, hve söngst þú sætt. söngst burt hrygð og kvíða. Gæti’ eg vinur böl þitt bætt, böl ei skyldir líða. Sólskinsleysi, söngfugl minn. sízt má flugið þyngja. Ótal hlusta’ á hljóminn þinn, hættu’ ei við að syngja. Prautseigur og þolinn vert, þraut ef verður reyna, kveddu þó að kaldur sért, kveddu heita steina. Syngdu mildi’ í manna geð, mannkyns óvin buga; komdu heita kraftinn með. kveddu eid í huga. Syngdu um líkn: að líknin er ljós í öllum nauðum, svo að öll við unnum þér í það minsta — dauðum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.