Eimreiðin - 01.05.1901, Page 59
139
En að þér ei hót þú oss fær hænt,
þú ert illur og ljótur sýnutn,
en það er þín bót, að vorið vænt
vex upp af rótum þínum.
í’ótt nöldrið þitt heyra hljótum vér,
við hjal þitt ei eirir nokkur.
I borgunum fleiri fagna þér,
þú færir þeim meira’ en okkur.
I salina flytur þú fögnuð inn,
þar fegurðin situr og snildin.
Peir finna’ ekki vitund fjandskap þinn,
er faðmar þá hitinn og mildin.
En oss hér ei varðar útlent svall,
í óheillaskarð það lokkar.
Ó, vertu’ elcki harður, heilla-kall,
í hrjóstuga garðinn okkar.
Já, vertu nú bjartur, vinur, í ár,
og volæðið svarta lægðu.
Ó, komdu’ ekki hart við sjúkra sár,
og sárunum hjartans vægðu.
VI. TIL GLEÐINNAR.
Hve elska’ eg þig gleði, með geislana þína,
án gleði’ er ég aumlega stödd.
Pá sólbros þitt skín inn í sálina mína,
þar syngur hver einasta rödd.
Pú opnar hið bezta, sem eðli mitt geymir,
og upp ljómar dimmustu göng,
því ljósið og hitinn að hjarta mér streymir,
og hugurinn fyllist með söng.
Hve vil ég þá öllu því lifandi líkna
og lofa því gleðina’ að sjá,
hve vil ég þá mannkyn af misgjörðum sýkna
og mildinni konungdóm fá.