Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 62
142
XII. AFTURGENGIN ÁST.
Sé konuhefndin hræðileg,
menn hljóta’ að skilja það,
að raun sé óumræðileg,
sem ruddi henni’ af stað.
Peir ættu’ að heyra urg af þjöl,
sem yddir konu hefnd,
þeir ættu’ að takast á við kvöl,
sem ást í fyrstu’ er nefnd.
Tví það er hún, það heiftarfarg,
hin hryggilega sjón,
sem gerir barn að brennivarg,
og breytir konu’ í ljón.
Hún eitt sinn svaf í ungum hug,
svo afarheit og stór.
Menn vöktu hana’ og hófu’ á flug,
svo hátt í loft hún fór.
»Hún flýgur hátt«, þeir hlógu dátt,
og hertu flugið meir,
svo féll hún lágt, er misti mátt,
og meira hlógu þeir;
hún vægðar aldrei böðla bað,
þeir brostu’ að sinni fremd;
en afturgengin ást er það,
sem er nú kölluð hefnd.
XIII. VONIRNAR DAUÐAR.
Ellin nú varla veitir grið
varnir má kalla snauðar,
í valinn er fallið vænsta lið,
vonirnar allar dauðar.
Ólöf SigurbarcLóttir.