Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 71

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 71
Pær litu þegjandi hvor upp á aðra, og hendurnar á þeim féllu afllausar niður með síðunum. í*ær þektu dauða manninn. það var faðir þeirra. Já. Faðir þeirra hafði farið af stað um kvöldið í hríðinni að leita að dætrum sínum. Móðir þeirra hafði orðið svo hrædd um þær, því hún hafði beðið þær að lcoma ekki mjög seint heim, og búist því við, að þær mundu hafa verið komnar af stað, þegar hríðin skall á. Pau hjónin höfðu verið ein heima um daginn, svo faðir þeirra hafði orðið að fara einn út í hríðina, en vilst eflaust, og fundið ekki bæinn aftur. Hann hafði svo látið fyrir berast á Sæunnarholtinu, og andast þar um nóttina. Ekkjan tók grátþrúngin á móti systrunum. Hún hafði vakað alla nóttina, og beðið grátandi fyrir dætrum sínum, sem gengu í guðs hús, til að fræðast og bæta ráð sitt, og fyrir manni sínum, sem gekk í dauðann fyrir þær, meðan þær voru að — dansa. H. G. Hringhenda. Altaf galar ofsahríð yfir bala og hnjótum. Öll er falin fjallsins hlíð fram að dalamótum. Bylgjan syngur; háreist hrönn hrín á þingi vinda. Kyljan dyngir fyllu af fönn framan í bringu rinda. Ægishallar út í brún oftast valla rofar. Flóka mjallar hærir hún hnjúkum fjalla ofar. Strokur gráar húsin hrjá, hrímga skjái sparka; ýlustráin hljóða há, hringi á snjáinn marka. Nepjan þiljar iðu og ál. Yfir hyljum grænum sópa kyljur svellin hál; svifta byljir snænum. Dauðinn hóar hátt við sjó, hleypur flóann kringum; lætin óa út’ í mó öllum snjótitlingum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.