Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 1

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 1
A Gammabrekku (viö Odda 1901). Eg geng á Gammabrekku, er glóa vallar tár, Og dimma Ægisdrekku mér dunar Rangár sjár. En salur guðs sig sveigir og signir landsins hring. Svo hrifin sál mín segir: IJér setur drottinn þing! I vestur-útsýn yztri ég eygi hládimm fjöll, Sem hylja móðu-mistri svo marga bruna-höll; En norðar gullið glœði.r in gömlu risa-fell Og Ijóssins lögur ftæðir um Langajökuls svell. Til austurs híma heiðar við himindyra grind Með bringur Hreppa hreiðar og Búrftlls stýfða tind, En Heklu morgunhökull mér hlær við eld og málm Og aldinn Eyjajökull á enn sinn gullna hjálm. I sœti sólin hækkar og signir príhyrning, Og Ijóssins landnám stækkar og lykur Rangár-þing, Nú blankar vítt um Víði og Vestanmanna borg Og stefnt er landsins lýði á lífsins vinnutorg: — Svo helgar þú ið háa, ó himnesk sól, þá rís, En seiðir svo hið lága í sömu Faradís. Svo hefur sig hið horfna úr helgri timans nótt Og sýnir sœlu forna með sigurfrœgð og þrótt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.