Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 5
5 dagur varð merkisdagur í lífi þeirra beggja, því hann vakti hja þeim þá heitu og innilegu þjóðræknistilfinningu, sem brann eins og helgur fórnareldur í hjörtum þeirra upp frá því. Pessir tveir ungu stúdentar hétu Adam Oehlenschlæger og Nikolai Frederik Severin Grúndtvíg. Árið eftir þyrptist mentalýðurinn i Kaupmannahöfn einn góðan veðurdag að háskólanum. Pað bar til nýlundu, að ungur vísinda- maður, Norðmaðurinn Henrilc Steffens, ætlaði að halda þar nokkra fyrirlestra. Hann var nýkominn sunnan af Pýzkalandi og hafði drukkið þar í sig spánnýjar skoðanir, sem riðu í bága við allar arfteknar hugmyndir, einkum að því er snerti skáldskap og listir. Hann var nú kominn til að flytja þennan nýja boðskap sinn fyrir Hafnarbúum. Steffens var hverjum manni málsnjallari. Rómurinn var hvellur og sterkur og tilbreytingarmikill. Ræðan srreymdi af vörutn hans, stundum breið og þung eins og vatnsmikil elfur, stund- um blíð og dillandi eins og lækjarniður, stundum sterk og hljóm- mikil eins og hrynjandi foss. Menn þóttust aldrei hafa heyrt annað eins áður. Gleðiboðskapurinn, sem Henrik Steffens flutti, var hin svokall- aða »rómantiska« stefna í bókmentunum, er nokkrir ungir andríkir mentamenn og skáld á Pýzkalandi höfðu kveðið upp úr með ekki alls fyrirlöngu. Steffens var einn afhelztu forvígismönnum þessarar stefnu. Aðalkjarni hennar var í því fólginn, að draga hina himin- bornu list út úr öllu samneyti við hið smásmuglega og tilbreyt- ingarlausa hverdagslíf, lyfta sálunni upp á við og vísa henni leið til hins æðsta og göfgasta, sem mannsandinn gat hugsað sér. Hún átti að vagga sér í háleitum hugmyndum og ljúfum unaðsdraum- um, í dýrðlegum vonum og óslökkvandi þrá eftir einhverri undra- veröld, sem ekkert mannlegt auga hefur séð. Og úr þessu sam- neyti átti sálin að rísa aftur hreinni og hressari eins og úr nokk- urs konar endurnýjungarlaug. Skáldskapurinn og lífið, það var tvent ólíkt eftir þeirra kenningu. Náttúran, þetta mikla og dular- fulla ríki, varð eins og nokkurs konar lifandi vera í augum þeirra, full af alls konar kynjum, sýnileg ímynd hins æðsta, eilífa valds, sem stöðugt hreyfir sér í henni. Peir leituðu sér að yrkisefnum langt fram í horfnar aldir, grófu upp hinar elztu og óljósustu þjóð- sagnir um frumaldir, gullaldir þjóðanna, því þar gátu þeir gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Aðaltilgangur þeirra var þó sá, að nota yrkisefnið til að koma að einhverri göfugri hugsun. Hetj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.