Eimreiðin - 01.01.1902, Page 36
3<5
arógæfu, aö augu alþýðunnar opnuðust til fulls fyrir þýðingu
hennar.
Eins og flestum mun kunnugt, áttu Danir á árunum 1848—50 í
ófriði út af hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. I þeim
ófriði báru þeir hærra hlut og uxu af frammistöðu sinni í stríðinu
í augum annarra þjóða. En mest uxu þeir þó í sínum eigin aug-
um og það getur verið hættulegt, ekki sízt fyrir smáþjóðir, sem
lítið eiga undir sér. Sigurinn og friðurinn leiddu af sér sjálfbirg-
ingsskap og um leið deyfð og dvala. Pjóðin eins og tók á sig
náðir og hvíldi makindalega á herfrægðinni, enda hættir þjóðun-
um við að verða svefnsamt á þeirri sæng. En þeir vöknuðu
óþægilega upp úr þessum væra dúr 1864. Pá bar síðari Slés-
víkurófriðinn að höndum og urðu Danir þar herfilega undir. Peir
urðu að láta af höndum Suður-Jótland, eitthvert frjósamasta og
auðsælasta héraðið í ríkinu. Pað er ekki unt í fám orðum að lýsa
þeirri sorg og gremju, sem gagntók alla þjóðina við þessar ófarir.
Hún sat hnipin eftir. missinn og var eins og hún skoðaði hann
bæði sem þjóðarógæfu og þjóðarsmán. Sorg og ógæfa getur leitt
bæði einstaka menn og heilar þjóðir til örvæntingar, en það getur
líka leitt til farsældar og blessunar, og svo var um þetta. Pegar
sárasti söknuðurinn var liðinn frá, tóku hinir betri menn og fram-
gjarnari á meðal þjóðarinnar að hugsa um að græða sárin, í stað
þess að barma sér yfir þeim. Peir komust að þeirri niðurstöðu,
að einasti vegurinn til að bæta missinn væri sá, að reyna að
vinna það upp inn á við, sem þjóðin hafði látið úr greipum
ganga út á við. Fyrsti og áþreifanlegasti árangurinn af þessari
setningu var sá, að menn tóku sig til og fóru að rækta landið í
stórum stíl, fóru að láta sér umhugað um að notá hvern blett og
hvern skika, svo ekkert færi til ónýtis, og áður langt var liðið,
fóru að blasa við gular kornekrur og grænir skógarlundar, þar
sem áður voru lynggróin heiðadrög og sandorpnir flákar. En það
var ekki einhlítt, að nokkrir menn tækju sér fram bæði um þetta
og annað, sem til framfara horfði. Pjóðin var fámenn og þess
vegna var um að gera, að allir legðu sig fram, til þess að eitt-
hvað yrði ágengt að marki. Pað var ekki nóg, að einstakir menn
kæmust í skilning um, að fyrsta skilyrðið til að ná fögrum þroska, ‘
er að setja sér háleitt takmark; þjóðin í heild sinni varð að finna
til þess og hver einstakur maður varð að leggja fram alla sína
krafta, til að vinna í þjónustu föðurlandsins. Pað var um að gera,