Eimreiðin - 01.01.1902, Side 39
39
vinnustofa Tríers og svefnherbergi; ekki var nú hærra risið til að
byrja með.
Nú var eftir að hugsa fyrir húsnæði í grend við skólann
handa lærisveinunum og aðstoðarkennaranum og mat handa þeim,
og varð minni viðstaða á því. En nú var eftir þrautin þyngsta:
að fá lærisveina. Hann bar ekki svo mildnn kvíðboga fyrir því,
að hann gæti ekki fullnægt lærisveinunum, þegar til þess kæmi,
að vekja hjá þeim sálarlífið og siðferðisþrekið, en honum þótti alls
ekki ugglaust, að sér tækist að fá talið nokkurn mann á að koma
á skólann. Hann var fæddur af heldra fólki og alinn upp við
kaupstaðarlíf, en var með öllu ókunnugur sveitalífi og sveitasiðum.
Honum þótti fremur lítil von um traust frá alþýðunnar hálfu, og
var það engin furða. Hvernig skyldu bændur alment hér á Is-
landi taka því, ef einhver óþektur maður kæmi til þeirra og slcor-
aði á þá að senda sér sonu sína til læringar, án þess að geta
gefið þeim von um nokkurn áþreifanlegan ávöxt af skólaverunni?
Ætli þeir færu ekki að spyrjast fyrir um, hvort skólanámið gæti
gert þá að búmönnum eða embættismönnum eða kent þeim aðferð-
ina til að græða peninga og afla sér metorða? Pað er hætt við,
að þeir vildu »fá eitthvað fyrir snúð sinn« og mundu ef til vill
láta lítið yfir, þótt þeim væri svarað, að skólinn ætti að gefa
börnum þeirra færi á að kynnast sögu og bókmentum þjóðar-
innar, innræta þeim göfugar hugsanir og heita ættjarðarást og
styrkja hjá þeim siðferðisþrekið. Pessir eiginleikar þættu líklega
rýrir í roðinu, þegar farið væri að mæla þá með hinum venjulega
búksorgarm ælikvarða.
I júnímánuði 1865 sendi Tríer út boðsbréf um að hann hefði
í hyggju að byrja skólann um haustið í nóvember. Tað skyldi vera
mark og mið skólans, að koma lærisveinunum niður í sögu Dan-
merkur frá elztu tímum til vorra daga í sambandi við veraldar-
söguna, og veita tilsögn í móðurmálinu og æfingu í að nota það
bæði í ræðu og riti. Enn fremur var gert ráð fyrir tilsögn í landa-
fræði, reikningi, skrift, teikningu og landmælingum. Kennararnir
áttu að vera 2, auk Tríers sjálfs, og skólagjaldið 120 kr. alls fyrir
veturinn.
Pegar skólinn var settur 1. nóvember, voru mættir 26 læri-
sveinar og var það langt fram yfir það, sem Tríer hafði búist við.
Pað var því með von og gleði að hann setti skólann í viðurvist
margra manna úr ýmsum áttum. Einn af þeim, sem héldu ræður