Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 58

Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 58
58 gefa þeim reglulegan gaum. Peir hafa vakið lestrarfýsnina hjá al- þýðunni og glætt hjá henni smekk fyrir og áhuga á skáldskap, bókmentum og sögu ættjarðarinnar. Yfir höfuð að tala hafa þeir vakið alþýðuna til lífs í andlegu tilliti og styrkt siðferðistilfinning- una. Par sem áður fyr voru haldnar danssamkomur, drykkju- og átveizlur og spilagildi, eru nú haldnir málfundir og samkomur með fræðandi fyrirlestrum, söng og saklausri gleði. Heimskan og hleypidómarnir er óðum að hverfa. Auðvitað eiga háskólarnir ennþá sína mótstöðumenn, sem halda því fram, að áhugi og sjálf- stæði ungmennanna, sem hafa gengið á alþýðuháskóla, og afskifti þeirra af opinberum málefnum, sé ekkert annað en mont og glamur. En þeir eru að verða færri og færri.« Háskólarnir mega eiga það með réttu, að þeir hafa útbreitt þekkingu og vakið sálir manna í hverjum krók og kyma um alla Danmörku. feir hafa borið gleði og ánægju inn í hreysi, þar sem áður ríkti óánægja, deyfð og kjarkleysi. Peir hafa vakið hjá þjóð- inni ást á endurminningum sínum og móðurmáli. Peir hafa um- skapað marga veika, sljóva og kjarklausa aumingja, reist þá við og gert úr þeim sjálfstæða, hugsandi og framgjarna ættjarðarvini. Peir hafa vakið hjá þjóðinni alvarlegan áhuga á trúarefnum, svo óvíða finst fegurra og dýpra trúarlíf en meðal bændastéttarinnar í Dan- mörku, og þetta er mjög þýðingarmikið, því framfaraáhugi er ætíð samfara áhuga í trúarefnum, svo framarlega sem trúarstefnan fer í rétta átt. Alþýðuháskólarnir hafa að dómi allra, sem til þekkja, stutt að því, að sópa burtu deyfðinni og drunganum, sem áður var yfir alþýðunni, og eins og vakið nýtt þjóðlíf meðal Dana. Pað er eins og vorgróðurinn, bæði í líkamlegu og andlegu tilliti, þjóti upp þar sem háskólahreyfingin fer yfir. Pess sjást greinileg merki hvar sem litið er til. Einn af merkari rithöfundum Dana, skáldið Zakarías Níelsen, sem er nákunnugur lífi alþýðunnar, fer um þetta svofeldum orðum1: »Alþýðuháskólarnir hafa sett sér það mark og mið »að vekja og veita tilsögn«, og í þorpum vorum út um land má sjá þess ljósan vott, að þeim hefur tekist það. Peir hafa vakið af dvala menn og konur svo þúsundum skiftir, komið þeim í samband við hið fegursta og bezta, sem lífið hefur að bjóða, og knúð kynslóðina áfram til dugnaðar og framtakssemi . . . . 1 Danmark i Skildringer og Billeder II, 490.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.