Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 74
74
og er það alt uppsuða úr fjórða árgangi af Winnipeg-tímaritinu »Öldin«,
en sem mun í fárra höndum á íslandi. Enn eru nokkrir »kveðlingar«
eftir Jón Olafsson og eru þeir allir laglegir, en einna beztir þeirra em
erfiljóð eftir Markús Bjamason skólastjóra (»Nú hættu hvítu’ að falda«)
og »Suður við Tjörnina«. Síðast eru ritdómar um nýútkomnar bækur
eftir ritstjórann, og er, eins og vænta má af þeim höfundi, töluvert á
þeim að græða. En ekki getum vér bundist þess, að mótmæla þvf,
er hann kallar orðmyndirnar »einmælmi« og »tvímælmi« (í Dönsku
orðab. nýju) «nýgervings orðskrímsl« og segir að þær eigi að heita
»einmelmi« og »tvímelmi«. Því þetta er rangt. Fyrri myndirnar eru
hárréttar, af því þær eru myndaðar af málmur, en ekki af malmur
(og 2-hljóðvarp af á er æ en skki e). Ef þessar orðmyndir hefðu verið
myndaðar á 9. eða xo. öld, þá hefðu þær orðið að heita -melmi, af
því að þá sögðu menn malmr; en þar sem þær eru myndaðar á 19.
öldinni, þegar allir sögðu málmur (en enginn »malmr«), þá hlýtur
-mælmi að vera hið eina rétta (en -melmi rangt). V. G.
NOKKUR SKÁKDÆMI OG TAFLLOK. I. Flórens 1901. Bækl-
ingur þessi, sem virðist vera gefin út af »Taflfélagi Reykjavíkur«, er
64 bls. að stærð, og eru á fyrstu 12 bls. ýmsar athugasemdir og
skýringargreinar um skák yfir höfuð, en á bls. 13—64 eru 103 skák-
dæmi, eftir hinn fræga skákdæmahöfund Samúel Loyd, sem enn lifir
og býr nálægt New York. Frágangurinn á bæklingi þessum er óvenju-
lega snotur. V. G.
íslenzk hringsjá.
SVERÐ OG BAGALL, leikrit Indrida Einarssonar, hefir verið þýtt á dönsku
■(»Sværd og Krumstav«) af mag. art. Henrik Ussing og gefið út af félaginu »Sel-
skab for germansk Filologi« í Khöfn (1901). Er útgáfan hin vandaðasta að því er
pappír og prentun snertir, og eins er líka þýðingin mjög góð. Oss virðast samtölin
meira að segja eigi allsjaldan öllu náttúrlegri og viðkunnanlegri en í sjálfum íslenzka
textanum, þar sem setningarnar hafa stundum orðið miður þýðar sökum þess, að höf.
hefir of mjög sózt eftir að láta þær hafa á sér fornan blæ. Framan við þýðinguna
er stutt yfirlit yfir leikritagerð og leiklist íslendinga eftir Holger Wiehe.
UM SIGHVAT SKÁIJJ ÞÓRÐARSON hefir prófessor Finnur yónsson ritað
alllanga ritgerð í »Studier for Sprog- og Oldtidsforskning« XI. 1 (1901), þar sem
hann rekur iífsferil hans og lýsir skáldskap hans. Aftan við ritgerðina er prentuð
góð þýðing á »Bersöglisvísum« Sighvats eftir skáldið Olaf Hansen.
UM ÍSLEZKAR FORNMENJAR hefir fröken M. Lehniann-Filhés ritað grein í
þýzka tímaritið »Globus« LXXX, 1 (júlí 1901), og er þar skýrt frá fornmannagröf,