Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 4
8o undinn og lagður í snatri á hinn sjúka líkamshluta. Utan yfir sjálfan kuldabaksturinn eru svo lagðir 2—3 þurrir dúkar, helzt úr ull, svo að engin væta komist í rúmið. Að þessi einfalda lækningaraðferð getur hjálpað gegn ýmsum sjúkdómum, er bezt sönnun þess, hve mikilsverð styrking taug- anna, einkum æðatauganna, er fyrir líf og heilsu manna. Köldu böðin, og þá líka köldu vatnsbakstrarnir, hafa, eins og áður var á drepið, þau miklu áhrif á líffærin, að efnabreytingin verður skjót- ari; og af því leiðir aftur, að hin sjúku líffæri eða limir fá betri og meiri næringu, og enn fremur, að hin eðlilegu gagneitur lík- amans gegn ýmsum sjúkdómum myndast skjótar og öflugar. Hlutverk læknis þess eða hjúkrunarkonu, sem notar þessar lækningaaðferðir, er að sjá um, að erting (irritation) taugakerfisins verði ekki úr hófi fram; því þá getur það skyndilega lamast og hlutaðeigandi fallið í ómegin eða yfirlið. Pess verður og að gæta, að kuldaáhrifin verði ekki of sterk eða langvinn. fað gegnir þó furðu, hve vel menn þola köld böð, jafnvel ísköld böð, án þess að sýkjast eða fá ofkælingu. Rétttrúaðir Rússar skíra börn sín á þann hátt, að þeir dýfa þeim niður í straumvötn, ár eða fljót, og skirrast þeir ekki við að gera það, þótt þeir verði að höggva vak- ir í ísinn á vetrum, til þess að skírnarathöfnin geti fram farið. Og samkvæmt frásögn Troels Lunds í »Dagligt Liv i Norden« var skírnarbörnum á 16. og 17. öld vanalega dýft niður í kalt vatn. Margir trúarflokkar skíra og enn þann dag í dag á þann hátt, og menn verða meira að segja stundum að dýfa sér 3—7 sinnum niður í hið kalda vatn, þótt um hávetur sé, og það bæði börn, fullorðið fólk og gamalmenni. í fyrravetur var um 30 manns skírt á þennan hátt hér á vesturströnd Jótlands, og á meðal þeirra voru gamlar konur yfir sjötugt. Og ekki er þess getið, að nokkrum hafi orðið meint við þessa köldu skírnarathöfn. Eftir að maður hefir laugað sig í köldu vatni eða tekið kalt steypibað, á maður að finna hlýjan yl færast um allan líkamann. Ef maður verður ekki var við þesskonar tilfinningu, en þvert á móti við kuldahroll eða skjálfta, þá er hætt við, að ofkæling hafi átt sér stað, og er þá um að gera, að fá sem fljótast aftur hita í kroppinn, helzt með húðnuggi og líkamsæfingum, eða þá að hátta niður í volgt rúm og drekka einhvern heitan drykk. Ylur- inn, sem færist um líkamann eftir köld böð, orsakast af aukinni blóðsókn til hörundsins og stæling og styrkingu tauga, æða og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.