Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 6

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 6
82 unaraðferð lækkar líkamshiti sjúklinga með hitaveiki að mun, og auk þess hressast þeir og styrkjast, og matarlystin eykst, ef þeir eru ekki mjög aðfram komnir. Ef sjúklingarnir eru mjög þjáðir, láta menn sér nægja að þvo þá um allan kroppinn með hálf- köldu eða köldu vatni. Er hver limur tekinn fyrir sig og þveginn með svampi, votum glófa eða handklæði, því næst þurkaður vel og vandlega og dúðaður í rúmföt eða skjólgóðar ábreiður. Er vanalegast byrjað að þvo hendur og handleggi, þá andlit, höfuð, háls og brjóst, kviðinn og bakið, og að lokum fætur, fótleggi og læri. í stað þess að þvo limina með köldu vatni er stundum not- uð sú aðferð, að sveipa utan um hvern þeirra um sig í senn hand- klæðum eða dúkum, vættum í köldu vatni, en að utan, eða í gegn- um þennan lausabakstur, er limurinn eða líkamshlutinn eitur eða nuddaður í nokkrar mínútur; að því búnu er þurrum dúk sveipað utan um hvern lim í sömu röð, og þeir nú aftur nuddaðir þurrir um stund. Þessi síðasttalda, einfalda aðferð hefir reynst ágæt við margvíslega þunga sjúkdóma, t. d. lungnabólgu og taugaveiki. Pví sterkari roða sem slær á hörundið eftir þessar böðunarað- ferðir, því meiri vonir má gera sér um, að sjúklingnum muni batna. Við kvefi, bæði almennu og lungnakvefi, koma kaldir bakstr- ar oft að góðu haldi. Eru þeir þá vanalegast á lagðir á þann hátt, að tekin eru 3 handklæði og undin upp úr köldu vatni og lögð í snatri umhverfis brjóstholið, þannig að hið fyrsta er lagt frá vinstri handarkrika þvert yfir brjóstið og upp á hægri öxl, og endinn látinn falla niður á bakið. Næsta handklæði er sveipað á sama hátt frá hægri handarkrika upp yfir vinstri öxl, og hinu þriðja svo um brjóstið og bakið. Utan yfir þessi votu hand- klæði er svo sveipað þremur þurrum á sama hátt, og loks er þykkur ullardúkur strengdur yfir brjóstið. Köld fótaböð eru, sem alkunnugt er, ágætt meðal við fóta- kulda, enda oft gagnleg gegn svefnleysi og höfuðverk. Fótabað- ið er tekið á þann hátt, að báðum fótum er dýft niður í bala, hálffullan af köldu vatni. Fótunum er nú haldið niðri í vatninu —1 mínútu í senn, og á eftir eru fæturnir nuddaðir. Stundum getur verið heppilegt að baða fæturna bæði í heitu og köldu vatni, og er þeim þá fyrst dýft niður í heita vatnið og.því næst í það kalda. Við einum sjúkdóm eru heitir bakstrar og böð hiklaust langt-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.