Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 9

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 9
»5 að bjarga sér sem bezt gegnir 1 þeim efnutn. Á íslandi er ein- mitt mjög erfitt að fá heit böð, því að þar eru ekki til opinberar baðstofnanir nema í sárfáum stærri kaupstöðum; og ekki verður þar baðað úti í lækjum, ám og vötnum, nema skamman tíma árs, vegna hins langa og stranga vetrar. Ég vil því benda mönnum á nokkrar aðferðir, sem hægt er að nota í heimahúsum, og sem geta veitt mönnum nokkuð af þeirri blessun og styrkingu líkam- ans, sem böð geta veitt bæði núlifandi og upprennandi kyn- slóð. Éað er alment álit meðal mentaðra manna, sem nokkuð hirða um líkama sinn, að nauðsynlegt sé að fara í heita laug að minsta kosti einu sinni á viku, til þess að geta haldið líkamanum hreinum og greiða fyrir útgufun frá hörundinu. Flestir, sem föng hafa á, fara þó oftast í heita laug tvisvar í viku. Á eftir baðinu verður ávalt að taka hálfkalt eða kalt ker- eða steypibað. En auk þess- ara heitu baða, sem vanalegast eru tekin á kvöldin, er holt og heilsusamlegt að fá köld eða hálfköld steypiböð á hverjum morgni, þegar risið er úr rekkju. Petta daglega steypibað má, eins og Steingrímur læknir minnist á, ekki eingöngu skoðast sem hreins- unarbað, heldur og að nokkru leyti sem lækningabað, bæði til styrkingar líkamanum yfirleitt, og til þess að herða sig og koma þannig í veg fyrir sjúkdóma; því með því að venja líkamann við kuldaáhrif, er honum síður hætt við ofkælingu. Dagleg steypiböð eru jafn-nauðsynleg fyrir þá, sem vanir eru að nota þau, eins og það nú er alment álitið nauðsynlegt, að þvo sér um hendurnar og í framan á hverjum degi. Mér kemur nú til hugar, þegar um þennan daglega þvott á höndum og andliti er að ræða, að það er merkilegt, að víst flestir láta sér nægja, að þvo sér einungis á morgnana, þegar risið er úr rekkju. Éað má þó hiklaust fullyrða, að miklu meiri nauðsyn sé á, að þvo sér á kvöldin, þegar gengið er til hvíldar. Auðvitað gera margir það, en það er ekki orðið eins alment og skyldi. Allir nokkurnveginn hreinlátir og vel siðaðir verkamenn þvo af sér óhreinindin á kvöldin eftir vinnuna; en allir, undantekningarlaust, ættu að gera það og álíta jafn-nauðsynlegt, eins og að bursta tennurnar eða að snæða kvöldverð sinn. Auk handa- og andlitsþvottar kvöld og morgna ættu allir að þvo sér um hendurnar, áður en gengið er til snæðings. Pennan

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.