Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 18

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 18
94 nátengd eðli hinna einstöku geisla; hinn rauðleiti og rauðguli hluti ljóssins framleiðir hita, en lítið ljós, og hefir mjög lítil eða engin efnisáhrif; gulu og grænu geislar ljósbandsins framleiða meira ljós en hita eða efnabreytingu, en bláu og fjólulitu geisl- arnir hafa í för með sér miklar efnabreytingar, lýsa fremur lítið og hita enn minna. Hver litil breyting á samsetningu sólarljóss- ins mundi því leiða af sér hinar geigvænlegustu byltingar á jörð- unni og líf mannkynsins, dýra og jurta yrði að taka á sig alt annað form, ef slíka breytingu bæri að höndum, ef þá lífið á jörðunni á annað borð ekki upprættist með öllu. Hundadagar með óhollustu og svækjuhitum byrjuðu einmitt í Miðjarðarhafs- löndunum á þeim tíma árs, er Siríus reis yfir sjóndeildarhring og sól er í Ljónsmerki; Rómverjar og Grikkir kendu því Siríusi bæði um hitann og óhollustuna, en Egyptum þótti aftur vænna um stjörnu þessa og töldu hana orsaka vöxt og flóð úr Nílfljóti, sem mest frjóvgar lönd þeirra. Siríus (Sóthis) var því víða tignaður á Egyptalandi, og voru ýms musteri helguð honum, og voru þau látin snúa beint gegn uppkomustað stjörnunnar á sjóndeildar- hringnum. Ljósmagn Siríusar er talið 48 sinnum meira en ljósmagn sól- ar; en fjarlægðin er svo geysilega mikil, að hinn risavaxni hnött- ur verður aðeins skínandi depill fyrir okkar sjónum, stærðarlaus punktur, jafnvel í hinum beztu sjónpípum. Mönnum hefir reikn- ast, að fjarlægð Hundastjörnu sé nálægt í 50 biljónum kílómetra, eða að stjarnan sé oss hérumbil miljón sinnum fjarlægari en sól- in, sem er að meðaltali 149V2 milj. km. frá jörðu. Ef jörðin væri mitt á milli Siríusar og sólar, mundi sólin héðan séð vera orðin að smástjörnu, 12 sinnum minni en Siríus. Hvað slíkar vegalengd- ir hafa að þýða, er ekki hægt að gera sér grein fyrir; því varla er hægt að nota neinn skiljanlegan mannlegan mælikvarða. Stærð Siríusar er ekki hægt að mæla fremur en stærð annarra fasta- stjarna, af því þær eru svo fjariægar, að engin sjónpípa og engin mælingarverkfæri geta gripið hnattkringluna. Petta er líka vel skilj- anlegt; vér vitum þvermál sólar, og af því er hægt að reikna, hve stór sólkringlan er, séð frá Siríusi; í þeirri fjarlægð yrði hún minni en fimmeyringur í 400 danskra mílna fjarska, en það mundi þurfa góðan kíki í Reykjavík til þess, að sjá fimmeyring suður í Ma- rokkó; sjónpípu, er stækkaði svo, mundi jörðin varla geta borið, og svo er óhugsanlegt, að lofthvolfið nokkurntíma væri svo hreint,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.