Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 27

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 27
i°3 hesputréð ofan af sér nafnakallið. »Gott og vel,« hugsar Jón Jónsson í Sjálfstæðinu. get ég leitað, þangað til kemur að mér.« Hinir Jónarnir leita líka í óðaönn. »Jón Jónsson í Sjálf- stæðinu,* kallar forsetinn. »Já — bíðið þér ögn — nei,« mump- ar í þingmanninum. »Hvað sagði háttvirtur þingmaðurinn?« — »Hann sagði já,« — »Nei, hann sagði nei.« — »Víst sagði hann já.« — »Hvað sagði þingmaðurinn?« — »Bíðið þér ögn — nei.« »Pingmaðurinn segir nei.« — »Jón Jónsson í Meirihlutanum.« — »Hvað segir hann?« — »Greiði ekki atkvæði.« — »Ástæður —?« »Eg, — hm — ég —.« — »Telst með meirihlutanum,« úrskurð- ar forsetinn. — »Jón Jónsson í Sannfæringu-sinni.« — »Já.« — »Segirðu já við þessari tillögu?« — »Hvaða tillögu? — Eg fer altaf eftir sannfæringu minni.« — Og hesputréð heldur áfram. »Fimm hafa sagt já, sextán hafa sagt nei, fjórir greiddu ekki at- kvæði og teljast með meirihlutanum. Tillagan er fallin.« Ykjur og öfgar —? Ég vænti þess. — O-jæja. Pað getur nú vel verið. Maður venst á það að kríta ofurlítið liðugt á þing- málafundunum; háttvirtir kjósendur hafa gaman af því. En fyrst þú ert þessu öllu kunnugur, þá veiztu líka, hve margir þingmenn greiða atkvæði eins og skynsemi gæddar verur og hve margir eins og glópar; hve margir gera það með alvöru og einlægni, og hve margir með stökustu léttúð; hve margir fylgjast með og vita jafnan, hvað þeir eru að gera, og hve margir verða snar- ruglaðir og botna ekki lifandi vitund í neinu, annaðhvort með köflum eða þá hreint og beint frá upphafi til enda; og hve margir þeir eru, sem greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, og hinir, sem enga sannfæringu hafa, en haga sér í öllu eftir ein- hverjum fyrirmyndar-þingmanni, eins og t. d. Jóni Jónssyni í Sjálfstæðinu eða Jóni Jónssyni í Sannfæringu-sinni — hætta að hugsa um blöðin sín, og hafa ekki augun af fyrirmyndinni, sitja og standa eins og þeir sjá hana gera. — — En sleppum nú þessu. Ég var ekki í neinum vandræðum við atkvæðagreiðsluna. Ég hafði tekið afstöðu til allra mála fyrir löngu, — fasta afstöðu, og lét ekkert bifa mér. Ég bjó mér til einskonar lopa úr öllu saman, að dæmi hæstvirts forseta, og lét hann hlaupa í gegnum greiparnar á mér við atkvæðagreiðsluna, eins og bænaband. Ég hafði háttvirta kjósendur stöðugt fyrir augum, og var á móti öll- um auknum útgjöldum — að undanteknum þeim, auðvitað, sem flokkurinn hafði samþykt á fundi um morguninn, — á móti öllum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.