Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 40
116
VII.
Það bezta við alla þessa sögu er það, að ég hafði alls ekki
komið í Kringlu þessa nótt. fað sannfrétti ég daginn eftir. í*ang-
að hafði enginn maður komið. Menn sitja ekki í kaffistofum, þeg-
ar komið er fram undir morgun og búið að sitja á fundi í eina
fjórtán klukkutíma samfleytt. — En hvar ég hefi verið að sauð-
ast, og hvar þetta hefir alt saman borið fyrir mig, það má herr-
ann sjálfur vita.
Eú hlærð — auðvitað! Pú getur trútt um talað, þú hefir
aldrei borið þingmannsbyrðarnar og veizt ekki mikið um, hvar
skórinn kreppir.
En mér leið illa, — verulega illa, — daginn eftir. Pað var
ekki til sú agnar-ögn i minni vesalings sál, sem ekki var í ólagi.
Eg var eins og ég hefði gleypt eitthvað, sem ég gæti ekki melt,
og gæti aldrei að eilífu melt. Eg hafði svima í höfðinu og suðu
fyrir eyrunum, eins og altaf væri verið að spila »Ó, fögur er vor
fósturjörð* á trollaraorgel einhversstaðar innan í mér. Mér fanst
allir, sem ég mætti, gefa mér langt nef, reka út úr sér tunguna
og segja »bö-ö-ö-ö!« Eg sá það nú, sem ég hafði ekki tekið
eftir áður, að allur þorrinn af háttvirtum samþingismönnum mínum
voru refir — »virkilegir refir« (sbr. »virkilegu geheimeráðin* í gamla
daga) — með klær og vígtennur og skott til að dingla, eins og
allir aðrir refir. Og þeir dingluðu skottinu hver að öðrum og
flöðruðu hver upp um annan allan daginn, en enginn þeirra flaðr-
aði upp um mig — nei, auðvitað ekki. Peir fyrirlitu mig allir
saman, mig — meinlausan og gagnslausan, huglausan flokksþræl
og kjósenda-skriðdýr! — Enginn var hræddur við mig, og eng-
inn var hræddur um mig. Eg var ekkert annað en atkvæða-
gangverk, sem gekk reglulega, ef ekki gleymdist að draga það
upp.
Mest kveið ég fyrir því, að mér kynni að verða »laumað inn
eftir«. Herra minn trúr! Að vera hneptur upp í bifreið og keyrð-
ur inn að Kleppi —! Nei, þá var hitt skárra.
»Hengdu þig, — hengdu þig!« þaut stöðugt fyrir eyrunum á
mér allan daginn, og það með þessum magnþrungna grafarmál-
rómi, sem ég gat með engu móti staðist. Eg hvarflaði frá einu
til annars og gat hvergi fundið frið, því síður yndi. Pessi orð —