Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 42

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 42
118 mér öll bönd. Ég gaf flokkinn og háttvirta kjósendur dauðanum og djöflinum, lét stjórnast af andanum og greiddi atkvæði með öllu, sem ég taldi gott og þarflegt, en engu öðru. Fyrir það fékk margt að lifa, sem ég hafði áður verið með í að drepa, en margt var drepið, sem flokksmenn mínir vildu fegnir fram koma. Jón Jónsson í Sannfæringu-sinni ætlaði að gleypa mig með aug- unum; hann gat ekki skilið, að nokkur maður færi að greiða at- kvæði samkvæmt sannfæringu sinni — í alvöru. Flokksmenn mínir voru grænir og gulir af gremju, og Jón Jónsson í Meiri- hlutanum froðufeldi af heift til mín. En þeir, sem ég hafði hjálp- að, réðu sér ekki fyrir gleði. — — Ég er hræddur um, að ein- hverjir fleiri hafi fengið heimsókn, því að ég sá tvo eða þrjá aðra gera þetta sama. Eða kannske þeir hafi farið að dæmi mínu. Daginn eftir var ég — auðvitaö — rekinn úr flokknum — að því ógleymdu, sem yfir mig var ausið. En svo komu kosn- ingarnar — og ég fékk helmingi fleiri atkvæði en síðast. Gamlar minningar. I. FRÖNSKU PRESTARNIR. Það var á einu hausti, að gestkvæmt var í Grundarfirði. Var þá sagt, að 3 menn riðu fram hjá húsi okkar, og tveir þeirra væru fyrir- mannlegir. Þetta var óvanalegt, að riðið væri fram hjá. Var því farið að grenslast eftir, hverjir menn þessir væru, og voru það frönsku prest- arnir, sem voru væntanlegir, og voru þeir að fara af baki við franska húsið, sem átti að vera bústaður þeirra; en það hús var ekki meira en ioo faðma frá okkur. Þetta franska hús hafði læknir Bourio, franskur maður, látið reisa þetta sumar. Prestar þessir voru séra Bernhard og séra Baldvin, er lengi bjó í Landakoti í Reykjavík. Man ég það, hver ótti mörgum stóð af mönnum þessum; því þetta kvað við alstaðar: »Þeir eru kaþólskir!« Föður mínum stóð enginn stuggur af þeim, enda komu þessir heiðvirðu menn daginn eftir til okkar að heilsa. Bað þá séra Bernhard mig, sem þá var 17 —18

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.