Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 43
ára, að slétta mikið af blómum og höklum, sem hrukkur hötðu komið í á leiðinni, sem heldur ekki var furða, þar sem þessir menn höfðu komið ríðandi alla leið frá Seyðisfirði. Tvær kistur komu þeir með, og í ann- arri voru höklar, en í hinni ýmisleg blóm til að skreyta með altarið og kirkjuna. Ég byrjaði verkið og Bernhard líkaði það vel. Hann kom oft að vita, hvernig mér gengi. Móðir mín sagði oft við hann: »Hvernig líkar yður þetta, og haldið þér, að telpan geti það?« f’á sagði hann: »Jú, jú, jú, jú, verður gott, er handlagin.« f’á sagði faðirminn: »Hvaða kirkju ætlið þér að skreyta með þessu öllu saman?c Í’;í segir Bernhard: »Höfum í hug, að búa til kirkju, því hátt er undir þakið, því hátt er ris á húsinu, og hægt er að hafa kirkju uppi á loftinu; við höfum skoðað það, og sjáum, það má svo vera. >- þá sagði faðir minn: »En það er gluggalaust, loftið ykkar, en gluggalaus kirkja sést ekki á ís- íandi.« — »f’á er að kveikja, nóg er til af ljósunum; ekki skuluð þér sjá skugga bera á neitt þar, því ég ætla að vita, hvort við getum ekki gert hana eins viðunanlegu eins og lútersku kirkjurnar ykkar hérna á Islandi, sem sumar hverjar eru líkari skemmu eða hesthúsi en kirkju; það hefi ég séð, og hefir mér ofboðið.« l’á sagði faðir minn; »Við þurfum ekki þennan hégóma, því við höfum prýðina í hjartanu, og sjáum alt með sálaraugunum.« f'á sagði séra Bernhard: »Nú, eruð þið þá altaf svo gagnteknir af trúnni, að þið þurfið aldrei nein hjálp- armeðul til að lyfta ykkur nær Jesú?« Þá sagði faðir minn: »Við höf- um nú orðið að baslast við það, að hafa Krist í hjartanu, án þess að hafa prýdda kirkju fyrir augunum.« f'á sagði Bernharð: »Ég finn það, að þér eruð trúmaður, og gott væri, ef allir hugsuðu svona.« Þá sagði faðir minn: »Yfir hverjum ætlið þér nú að messa, yfir hvaða söfnuði?« Þá sagði Bernhard: »Yfir þeim, sem vilja heyra guðsorð,« — »Það vilja nú allir heyra það, sé það ekki mengað með kaþólskum kenning- um, eða er það meiningin ykkar, að gera okkur kaþólska?« — »Ne, ne, ne, nei, ekki framar en þið viljið. Ég læt ykkur frétta, þegar við byrjum að messa. Allir velkomnir.« Einn sunnudagsmorgun kom séra Baldvin og tjáði okkur, að nú ætti að messa í dag, og við létum Þorbjörn kaupmann vita, og svo fórum við 12 —14 manns. Þegar við vorum á leiðinni til kirkjunnar, mætti okkur ríðandi maður, og spurði okkur, hvert við ætluðum. Við kváðumst vera á leið til kirkju. »Hvar þá, til bölvaðra kaþólsku prest- anna?« segir hann..— »Earðu nú af baki og komdu inn með,« sagði faðir minn. Þá segir hann: »Ætlið þér að fara að steypa mér í glöt- unina með ykkur?« í mínu ungdæmi var kaþólskan í svo mikilli fyrir- litningu, að ef menn reiddust mikið, var sagt: »f'að er hlaupin í hann bölvuð kaþólska.« Maður þessi sló í hestinn og þaut á stað, og sagð- ist skyldi klaga okkur fyrir prestinum á Setbergi Nú förum við inn, og standa þá báðir prestarnir í forstofunni, skrýddir messuklæðum, og vísuðu okkur leið að stiga. En hversu undrandi urðum við ekki, þegar við komum upp á skörina og litum þetta ljóshaf og blómum skreytta hús, svo smekklega niðurraðað; og salt var það, að hvergi bar skugga á. Loftið höfðu þeir málað himinblátt og sett í það logagyltar stjörnur. Maður varð heillaður af öllu saman. Altaristaflan var María mey með barnið í fanginu, ekki máluð, heldur úthöggin, og var svo meistaralega

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.