Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 44

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 44
120 gert, að það var eins og hún væri lifandi. Brussels-gólfábreiða var fyrir framan altarið og náði fram á skör. Æfinlega stóð kaleikur á altarinu, í hvert sinn sem messað var, því þeir fóru ávalt til altaris sjálfir. Og ofan á þetta alt bættist reykelsis-ilmurinn. Ætli það væri af vegi, að prýða dálítið betur kirkjur vorar en gert er? Einkum fanst mér blómin hafa uppörvandi áhrif á mig, uppörvandi til að hugsa dýpra um tilgang- inn með kirkjuferðinni. Blóm þessi voru auðvitað búin til af manna- höndum, en eigi að slður vöktu þau yndi hjá öllum; og þar var eng- inn að góna aftur fyrir sig, til þess að vita, hvernig þessir eða þessar »tækju sig út«, og hlæja svo, eins og oft sést í kirkjum nú orðið hjá oss. — Ég held, að þessi yndisþokki í kaþólsku kirkjunni yrði til þess, að minna menn á, hvar þeir ættu að hafa hugann; og söngurinn myndi líka leiða hugann hærra, auðvitað ásamt góðri sannleiksræðu, t. d. eins og séra H. N. flytur. Ræðurnar flutti ávalt séra Baldvin; mest um vert að breyta vel, svo maður yrði hólpinn, sagði hann, og gæta að því, sem Jesús sagði. En á Kyndilmessu, þá brá hann út af vananum. Ég man það, að fað- ir minn sat órór í sætinu, og sú ræða var rammkaþólsk. Ég man ein- ungis það úr henni, að hann sagði, að þeir, er tryðu og fylgdu lútersku trúnni, færu beina leið niður. Ávalt buðu prestar þessir okkur eftir messu ofan í Baldvinsstofu, til að drekka kaffi og heitan ijóma, nýflóaðan, og stundum voru tvíbökur með. En í þetta skifti sagðist faðir minn fara heim. Séra Bernhard lagði þá að honum, og við fórum inn. Ég man, að faðir minn var þögull mót venju eftir þessa Kyndilmessuræðu, og sagði þá séra Bernhard: »Yður hefir ekki líkað það, sem séra Baldvin talaði í dag.« — »Ó-nei,« segir faðir minn, »síður en svo; og verði á- framhald á þessu hjá ykkur, kem ég ekki framar í ykkar kirkju, né mitt fólk.s þá sagði séra Baldvin, sá er ræðuna flutti: »Ég gerði það bara núna að gamni mínu, til að vita, hvaða áhrif það hefði á söfn- uðinn; en ég geri það aldrei framar hér.« Svo fórum við heim. En næsta sunnudag var vont veður. Þá ætluðum við fram að Setbergs- kirkju, en það var ómögulegt fyrir veðrinu. Kemur þá séra Bernhard, og biður föður minn að finna sig yfir ( norðurstofu. f’ar dvöldu þeir góðan tíma, svo fór hann. Þá sagði faðir minn: »Nú skulum við fara í kaþólsku kirkjuna í dag.« Móðir mín var treg ti! þess, sagðist muna síðustu ræðu þeirra. Svo fórum við. Enginn vissi, hvað þeim fór á milli, föður mínum og hinum kaþólska presti, í norðurstofunni, en aldrei framar fluttu þeir slíkar ræður, en fluttu góðar læður eftir það, og lögðu áherzlu á það, að breyta sem mest eftir Kristi og kenningum hans. En hvað menn þessir voru nægjusamir, það undraði okkur oft. Þeir voru þó víst vanir betra lífi og fullkomnari þjónkun, en þeir nutu þarna þennan vetur. Um haustið, þegar þeir byrjuðu húshald sitt, vildu þeir fá stúlku, sem var í húsmensku hjá okkur; en hún vildi ómögulega gera það; þó lagði faðir minn það til, að hún gerði það. Hún var vel skynsöm, stilt og góð stúlka og kunni að stjórna húsi. Nei, hún þorði það ekki, af því þeir væru franskir, og hún gæti feng- ið orð af þeim, en það þoldi hún ekki. Þeir buðu mikið kaup, en alt kom fyrir sama, hún þorði það ekki vegna orðsins; og þó átti hún að fá að sofa heima hjá okkur á nóttunni. Ekki var hún hrædd við, að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.