Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 46
122 upp kampinn, sjá þeir séra Bernhard við húsið. Fleygir þá séra Bald- vin byssunni og gengur stilt heim. Það sá Eiríkur, að séra Bernhard var alvörugefinn á svip, og hann talaði við Baldvin á frönsku. í’essa sögu sagði Eiríkur okkur, og það með, að séra Baldvin hefði aldrei eftir það farið að skjóta fugla. En séra Baldvin hefði sagt, að það væri fyrir afgamla hjassa, að sitja inni og hreyfa sig ekki; þótti séra Bernhard of alvörugefinn. Einu sinni bauð faðir minn þeim til mið- degisverðar um veturinn á föstunni; þvl til okkar var kominn gestur, Jón sál bróðir minn, er þá átti heima suður við Búðir í Staðarsveit, en var fulltrúi Sveins kaupmanns Guðmundssonar, er hann var erlend- is, sem honum var títt á vetrum. Nú koma hinir frönsku prestar. Miðdegisverðurinn var steiktir sendlingar, en svo man ég ekki, nema síðast var rauðgrautur. Séra Baldvin fór þegar að borða sendlingana. En séra Bernhard sagði: »Er þetta ekki kjöt?« — »Jú, að vísu,« segir faðir minn, »en það er sjókjöt, nærri því sama og fiskur. það mun hafa átt að vera fiskur, en hann er ekki til nema saltur.« — »Ne, nei, við megum það ekki, það er synd,« segir séra Bernhard. En á meðan keptist séra Baldvin við að borða. Leit þá séra Bern- hard óhýru auga til séra Baldvins. Þá segir faðir minn: »Ekki för- um við að tjá neinum frá því, þótt þið borðið sendlingakjöt hérna úti á íslandi.« — »Ne, nei, veit ég vel, en rangt er það samt, það fylg- ir eiðnum okkar,« segir séra Bernhard. í’á segir faðir minn: »Mikið er, hvað menn geta gert sig merkilega hégómlega; og ekki kendi Kristur þetta, og borðið þér nú bara sendlingana; þér megið þó til að bragða þá.« Og það gerði hann, en sagði um um leið, að það væri ljótt, að breyta móti loforði sínu, í hverju sem væri. Svona var hann vönduð sál í öllu, blessaður karlinn sá. A föstudaginn langa var mikil viðhöfn hjá þeim. Við athöfn þá, er þá var framin, vildu þeir engan hafa, og kunngerðu engum, hvað fram ætti að fara, nema föður mínum; en vildu ekki, að hann léti aðra vita, nema við mátt- um koma, einungis fjölskyldan. En athöfnin byrjaði svo snemma, kl. 4—5 árdegis, svo faðir minn fór einungis einn. Föður mínum fanst mikið um það alt. Við spurðum hann, en hann lét fátt uppi, því hann var enginn skrumari og kunni að annast leyndarmál alla æfi sína. Sagði, að það hefði verið sunginn sálmur á latíiiu fyrst, og haldin ræða, einnig á latínu. í stuttu máli var framin öll píningar- sagan, og stóð athöfn sú lengi. Ég man, að pabbi kom ekki heim fyr en kl. io um morguninn, Að þeir vildu ekki gera heyrum-kunn- ugt, hvernig athöfn sú væri, er framin var á föstudagsmorguninn langa, kom til af því, að fólk alment myndi gera gys að slíku, og kannske hlæja, og þess vegna vildu þeir ekki bjóða því að vera við. Oft kom Setbergsprestur til hinna frönsku presta, og höfðu hver yndi af öðrum, eða svo sagðist þeim frá. Um vorið, þegar þeir fóru burt, suður í Reykjavík, alfarnir, söknuðu þeirra allir, að minsta kosti í Eyrarsveit. Margt mætti segja fleira um þessa veturvist frönsku prestanna, sem dæmi upp á stillingu þeirra. Yfir höfuð sýndu þeir mannúð,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.