Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 48
124
Sumargrænar sveitir,
silfurofin tjörn og fljót,
mosamóar heitir,
myrkleitt hamragrjót,
fjöll að baki fjalla,
fjörður, eyjar, sker — ,
sólhvelfing alla
þú sér.
Djúpt á botni dalsins
dökkblá augu vatnsins gljá,
spegla vegu valsins
vítt um þína brá.
Dylst í dröfnum gljúpum
draumanóttin blá.
Pýtur í djúpum
sem þrá.
Fyrir vestan voginn
vindblá tindrar hnjúkafönn,
rósgul röðuls login
rjúka eins og hrönn.
Gnípur glitra heitast
grænt við fjarsta ós,
leiftrandi breytast
í ljós.
Um þitt enni glóir
eilíflega himinn blár.
Glampar, glitrar, flóir
geislafossinn hár.
Stoltið hreina og stríða,
steinagrunnsins mátt,
útsýnið víða
þú átt.
III. BIÐ.
Vindurinn þýtur yfir holtið háa.
Haustnóttin svala myrkvar gráa steina.
Uppyfir tindrar stjörnubreiðan bláa.
Blaktandi ýlustrá í svefni kveina.
Örskotaleiftur vogsins blökku bráa,
blikhvítar öldur, lýsa út við hleina.
Svipull er glampi sævarbrimsins fláa,
sogandi djúpin þungum harmi leyna.
Hér bíð ég þeirrar enn, sem ekki er mín,
og aldrei verða mun, þó stundir líði.
Eg frýs í stjörnukirkju kaldrar nætur.
Um blómin visnu hafræn golan hvín.
I hjarta mínu berjast þrá og kvíði.
Ég brosi hálfu brosi — rís á fætur.........