Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 50

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 50
126 Sjáland, í dag er svipur þinn með gáska, sund þín og skógar leika bana og háska. Glitrandi óró er þín prýði og kraftur. VII. STEFJAHRUNSVÍSUR. Austræn smábörn hoppa í hóp, hýr er kolsvört brá. Pólsk og hebresk ærslaóp ungum vörum frá. Ein er fegurst; augum frá, undir dökkum lokk, mjúkir sortaglampar gljá, glitra um hvikan flokk. Ég horfi á barnsins brúnu kinn. Brennur hugur minn. — Langar mig að líta þinn litla glókollinn. Langar mig að líta þín ljúfu augun, blá sem heiðavötn, er skærast skín skýlaus sól þar á. VIII. VALURINN. Pú eygist við loftvogsins lágsynda þang, þú lyftir þér mökkvanum af. Og yfir er vindbláins eilífa fang, en undir ið breiðleita haf. Ég fylgi þér, valur, frá vestursins átt, í vorhuga ólgar mitt blóð. Á stormbornum vængjum þú hringar þig hátt og hverfur í sólbogans glóð. IX. HAUSTKVÖLD. Yfir bjargánna tind fljúga skúraleg ský. Éað er skuggsýnt um regnvotar lautir og borgirnar. Pýtur kveinandi stormbeygðum stráunum í. Stynja fossarnir djúpt eins og leyndustu sorgirnar. Leggur hrákaldan gust fram um dökknandi drög. Drýpur haustnóttin þungt eftir andvana heiðunum. Heyri eg fjallhjartans óróleg, eirðarlaus slög, eins og ekkasog barns uppi á veglausum breiðunum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.