Eimreiðin - 01.05.1916, Page 51
127
Sérhvert augnablik verður sem vonleysis ár,
verður endalaust, kolsvart sem myrkurhaf fjallanna.
Jörðin grætur, en þreytt eru og þung hennar tár. —
Pyrpast grásvartir skýflókar efst upp um hjallana.
X. KVÖLDVÍSUR.
Máninn rennur. Nálgast nótt.
Nepja spennir hjalla.
Ránin brennur. Húmast hljótt
háa ennið fjalla.
Glitrar hrím um dæld og dý.
Dökkna rúmin stráa.
Titrar brími öldum í
upp um húmið bláa.
Örninn, falinn dimmu djúpt,
draumhvolf eilíf lauga.
Tjörnin svala ljómar ljúft,
líkt og heilagt auga.
Sveimin streyma vindkul vítt.
Veggberg geymin standa.
Heiminn dreymir blágeim bh'tt.
blómin gleyma að anda.
XI. HILLINGAR.
Sóldjásn á vesturvogum skín.
Vindurinn þungt í reiða hvín.
Svífur í leiðslu löngun mín,
sem léttfleygra vængja blak.
Draumsagan horfna mér hljómar á ný.
Hillir um kvöld yfir bárugný,
við úthafsins fjarlægu, eldrauðu ský,
eyjarnar Waak-al-Waak.
Kvöldbornar dulþrár syngja í sál:
Seiðandi, draumljúft undramál.
Hverfur í sígandi sólar bál
svananna hinzta kvak. —
Ég veit, að við fót minn er bundið blý,
brennandi sorg tekur hugann á ný.
En ögrandi lokka við yztu ský
eyjarnar Waak-al-Waak.
Éó að ég fljúgi í þrjú hundruð ár,
sem þjótandi foss, eða stormurinn hár,
9*