Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 54
130 í Biskupaannál Jóns Egilssonar (Safn I, 32—33) segir svo frá eyðing Pjórsárdals, sem hann kallar Forsárdal: »Pað skeði og hér hjá oss á fyrri tímum mjög snemma, ég þeinki í tíð þess- ara biskupa,1) það eldur kom upp í Rauðukömbum. Pað er fyrir framan Forsá, en fyrir norðan Skriðufell. Pá var Hagi í miðri sveit og þeirra þingstaður. Sá eldur brendi allan Forsárdal, bæði skóga og bæi; það voru alls XI bæir; til þeirra sér enn merki, og hétu á Beighalsstöðum, Stöng, Steinastaðir, Sámstaðir; þar hafði Hjalti á Núpi bú, og var þá kristnin lögtekin í landi; því hefir sá eldur seinna upp komið, en hvenær það skeði sér- lega, veit ég ekki datum.« Jón Egilsson segir hér blátt áfram frá munnmælum og játar hreinskilnislega, að hann viti eigi, hve- nær þetta bar við. í sínu ruglingslega eldgosariti setur Halldór Jakobsson gos þetta árið 1311; en hann greinir engar heimildir, og heldur ekki Jón Espólín, sem telur gosið meðal viðburða á árinu 1343, en tekur þó fyrirvara með því að segja »þessi miss- iri«; þaðan hafa svo ýmsir höfundar tekið þetta ártal hugsunar- laust. Sumarið 1888 skoðaði ég Pjórsárdal og Rauðukamba; kom þá fljótt í ljós, að fjall þetta er alveg saklaust af þeim áburði, að það hafi valdið þessum ódæmum. Rauðukambar eru alls ekki eldfjall og hafa aldrei gosið fyr né síðar. I Pjórsárdal eru mikil hraun og vikrar fornir og nýir, en ekkert útlit er til þess, að þar hafi nokkursstaðar gosið í dalnum síðan land bygðist. I Pjórsár- dal var bygð mikil til forna, eftir rannsóknum Brynjólfs Jónsson- ar að minsta kosti 15 bæir, og sjást rústir þeirra enn glögglega sumstaðar. Hraunið í dalnum er eldra en bygðin, og sjást sum- staðar leifar af túnum og bæjarústum á hrauninu sjálfu. Á miðri 14. öld voru ýmsir annálar ritaðir, bæði syðra og nyrðra, en eng- inn þeirra getur um þetta eldgos, og væri mjög ólíklegt, að þeir hefðu slept að geta þess, hefði það gert annan eins usla, eins og Jón Egilsson segir, og eytt gamla, alkunna sveit rétt við Suður- landsundirlendið sjálft, ekki nema tæpa þingmannaleið frá biskups- setrinu; og einn annállinn frá þeim tíma er einmitt ritaður í Skál- holti. Bygðin i Pjórsárdal hefir að öllum líkindum eyðst smátt og smátt, sumpart af sandroki innan af öræfum, sumpart, og þó *) Á undan hefir síra Jón talið alla Skálholtsbiskupa frá upphafi, en seinast hann um þrjá biskupa, er sátu að Skálholtsstóli á árunum 1322 —1348.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.