Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 62
13» vandasamt og seinlegt, svo viðskiftamennirnir fengu seina af- greiðslu. Pá kom til hans miljónamæringur, sem einnig hafði orðið fyrir því tjóni, að láta hönd sína í vél einni. Pegar Carnes hafði smíðað hönd handa honum, borgaði auðmaðurinn ekki aðeins verkið ríflega, heldur bauðst hann og til að leggja fram fé, til að stofna verksmiðju, sem smíðaðar yrðu í gervihendur eftir aðferð Carnes. feir mynduðu hlutafélag (Carnes artificial limb com- pany), og verksmiðjair starfar síðan og gefur góðan arð. En einkennilegt er það, að flestir hlutafélagarnir og margir verk- smiðjustarfsmennirnir eru handlausir og vinna með gervi- höndum. þjóðverjar hafa nú pantað fjölda af gervihöndum frá Amer- íku handa hinum mörgu handlausu dátum. Pví þeir viðurkenna, að sjálfir kunni þeir ekki að smíða jafngóða gripi; auðvitað geta þeir búið til aðra eftir þeim, en það mega þeir ekki, því Carnes hefir einkaleyfi (patent). Ekki hefir þetta þó gengið orðalaust. Ymsir þýzkir sjálfstæðismenn hafa ráðið frá, að eiga viðskifti um gervihendur, eins og annað, við þá illu Ameríkumenn, sem steypi kúlur handa fjöndum þeirra. Og blöðin hafa skammast út af þessu. Heilbrigð skynsemi hefir þó orðið ofan á og veitt bétur en naglalegum sjálfbirgingsskap. Meðan ég var í Berlín, sá ég víða gervihendur Carnes í búðagluggum umbúða- og verkfærasala og heyrði mjög dáðst að þeim. Carnes-hendurnar eru, eins og reyndar aðrir nýtízku-gervi- limir, gerðar sumpart úr tré og stáli, en sumpart úr leðri eða gúttaperka. En liðamótin hreyfast með teygjuböndum og bast- taugum. Eegar gervihöndin hangir niður, er hún krept, en þegar henni er lyft upp, opnast greipin. Og um leið og hendinni er lyft, snýst hún þannig, að lófinn veit upp (supinatio). Eins og áður er sagt, eru það ýmsar hreyfingar í öxl eða olboga, sem koma hreyfingum handarinnar á stað, en auk þess má með ann- arri hendinni styðja á vissa hnappa, til að framleiða ákveðnar fingrahreyfingar. En útbúnaðurinn á öllum liðum og hreyfitaug- um er svo margbrotinn, að ekki er unt að skýra nánar frá því, nema með mörgum myndum og löngu máli.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.