Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 64

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 64
140 Bogga. Hún var kölluð Miðhúsa-Bogga. Síðan móðir hennar dó, hafði Hálfdán faðir hennar búið á dalakotinu Miðhúsum. fað var uppi í afrétt. f’aöan sást ekki til bæja. Ólst Bogga þar upp frá því hún var fimm ára. í vor komst hún á það átjánda, og í sumar var hún kaupakona hjá Jósep í Hvammi, en faðir hennar í húsmensku í Leyningi. Fyrst leiddist henni í Hvammi, og vildi fara til pabba síns. En hann þurfti hennar ekki með og varð vondur, er hún fór fram á það. Hann, sem þó aldrei hafði verið vondur við hana. En hann var alvarlegur, og stundum þur, og stundum gat hann þagað svo undur lengi. Bogga vissi þá ekki, um hvað hann var að hugsa, spurði ekki, en hún hélt, hann væri að hugsa um hana mömmu hennar, sem dó frá þeim. Hann vildi hvergi vera nema í Miðhúsum, — en stórbænd- urnir í sveitinni vildu stækka afréttina — og »hreinsa« hana, sögðu þeir, — og svo flutti hann. Aldrei hafði Bogga verið í eins miklu fjölmenni og í Hvammi, og aldrei hafði hún verið eins einmana og hún var þar framan af. Ekki svo, hún hafði engin leiksystkin átt, — en í Miðhúsum var hún aldrei einmana, nema ögn á veturna, þegar dimt var. Meðan hún var yngri, voru þau stundum tvö ein í kotinu, og þá lokaði pabbí hennar baðstofunnl, þegar hann fór til skepnanna — og þá var ekkert eftir hjá Boggu, nema leggirnir og kussarn- ir, og svo gamli Snati, meðan hann lifði. En þegar gott var veður, átti hún snjóhús. Og svo kom sumarið. Fyrst lækkuðu skaflarnir, og steinarnir á grundinni fyrir ofan bæinn komu upp úr. Bogga þekti þá alla, og leit eftir, hvað þeim leið. Henni fanst þeir eiga gott, að vera svona rólegir niðri í fönninni allan veturinn, allir í kafi, og bíða sumarsins — nema klukkusteinninn. Hann stóð altaf upp úr. Hún hafði eng- in kynni af honum. Par bjuggu álfar. Þangað kom hún ekki — bara horfði þangað. Já — sumarkvöld eitt læddist hún upp að öðrum steini, og ætlaði að liggja á bak við hann alla nóttina

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.