Eimreiðin - 01.05.1916, Side 70
146
málið enn betur. Á þeim þættinum má ekki sjást blettur né hrukka.
En því gætum vér trúað, að einmitt hann yrði svo örðugur viðfangs í
þýðingu, að ekki veitti af að hafa sig allan við, til að koma honum á
góða íslenzku.
V. G.
ÁGÚST BJARNASON: YFIRLIT YFIR SÖGU MANNSAND-
ANS. Vesturlönd. Rvík 1915 (Sig. Kr.).
í’etta bindi segir sögu mannsandans um 5 alda skeið, frá hérum-
1300 til 1800. Er því skift í 4 aðalkafla: 1. Endurreisnartímabilið,
2. Siðbótartímarnir, 3. Heimsmyndin nýja og 4. Hin nýrri heimspeki.
Aðalköflunum er svo skift í smærri kafla, og þeim aftur í greinar.
Að rekja efni bókarinnar að öðru leyti, er ógerningur í stuttu máli.
Verður því að nægja, að geta þess eins, að þar er skýrt frá umbrot-
um mannsandans á þessu 5 alda skeiði á öllum sviðum andlegrar
menningar, í heimspeki, trúmálum, bókmentum, listum, uppeldismálum
og stjórnmálum. Þó er, eins og gefur að skilja, rúmsins vegna, mis-
jafnlega langt farið í hverri grein. Þannig er t. d. listanna lítt getið,
nema á endurreisnartímabilinu, og bókmenta, uppeldismála og stjórn-
mála auðvitað aðeins að því leyti, sem þau skýra sögu mannsandans.
Er jafnan fylgt þeirri reglu, að stikla aðeins á hæstu hnúkum heims-
menningarinnar og veita mönnum þaðan útsýni yfir láglendið og þau
umbrot og öldugang, sem stormbyljirnir frá þessum himinháu hnúkum
hafa valdið. Virðist höf. nokkurnveginn hæfilega hafa takmarkað sig í
hverri grein, og er þar þó oft úr vöndu að ráða, hvað með skuli taka
og hveiju sleppa.
Bókin er yfirleitt ágætis bók, fræðandi og skemtandi — sann-
mentandi. Hún hefir meiri almennan mentunarforða að geyma, en
nokkur önnur bók, sem út hefir komið á íslenzku, þegar öll bindin
eru tekin í einu lagi. Og ekkert bókasafn á landinu, hvort sem það
er smátt eða stórt, má án hennar vera. Því að þó að gera megi
ráð fyrir, að ekki allir geti haft hennar jafnmikil not, þá munu þó í
hverri sveit finnast mýmargir með svo miklum andlegum þroska, að
þeir geti satt menningarþorsta sinn og auðgað anda sinn á lestri henn-
ar, jafn-ljóst og lipurt og hún er rituð. Vér höfum sjaldan lesið nokkra
fræðibók með meiri ánægju.
Þó nóg sé til af útlendum ritum að ausa úr, þá er meiri vandi
að rita slíka bók sem þessa og koma henni í viðunandi íslenzkan
búning, en flestir munu gera sér í hugarlund. Málefnið er víða svo
flókið, að allerfitt er að skýra frá því í stuttu máli, svo að framsetn-
ingin geti orðið ljós og hverjum manni skiljanleg. Og þetta er því
örðugra, sem svo fátt hefir áður verið um þessi efni ritað á íslenzku,
svo að engin orð eru til í málinu yfir sæg af hugmyndum og hugtök-
um, sem þar koma fyrir, og verður þá sífelt að mynda ný orð. En
fram úr þessum örðugleikum hefir höf. tekist merkilega vel að ráða.
Framsetningin er altaf ljós og mörg af nýyrðum hans einkar-heppileg.
Að því hefir það stuðlað, að hann hefir ekki — eins og altítt hefir
verið við myndun nýyrða — verið að stritast við að þýða hin út-