Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 77

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 77
>53 um, hve mikið af útheyi þyrfti, til þess að halda dagsláttu 1 túni í rækt. — Þá er eftirtektarverð uppástunga höf., að gefinn sé frekar gaumur að kunnáttu manna í slætti, en verið hefir. Að sláttuhagir menn væru fengnir víðsvegar í sveitum, til þess að kenna unglingum slátt. Mætti halda sláttunámsskeið með styrk af opinberu fé, og veita verðlaun duglegum sláttumönnum. Auðsætt er, að slík kensla kæmi að góðum notum — yki heyfeng landsins. Hugleiðingar Jóns í’orbergssonar frá Skotlandsför hans eru að mörgu leyti eftirtektarverðar. Fyrst og fremst sýna þær áhuga höf. og einbeittan vilja á því, að verða búnaði vorum að liði. i. kaflinn er um fóhirkaup frá útlöndum. Auðsætt er, að mál það hlýt- ur að koma frekar til athugunar, hvort útlent kraftfóður sé ekki oft og einatt bændum hagkvæm búbót, einkum þegar hey eru léleg. En hugleiðingar höf. snúast mest um kynblöndun saubfjár til slátrunar. Hafa fleiri ritað um það mál, og má telja það þegar þjóðkunnugt. fó ekkert hafi orðið úr framkvæmdum enn, engar tilraunir hafi verið gjörðar með innflutning sauðfjár frá Bretlandi, þá hefir mál þett fengið svo öfluga fylgismenn víðsvegar um land, að auðsætt virðist, að þeir forvígismennirnir, feður þess, muni bera sigur úr býtum. — Ekki að undra, þótt þeir haldi málinu vakandi, þar sem þeir gera sér vonir um, að með þeirri fjártölu, sem nú er í landinu, þá muni verðhækkun hins útflutta kjöts, er kynblöndunin er á komin, nema um >/* milj. króna á ári, með kjötverði því, sem var á undan ófrið- arverðinu; en kostnaðaraukinn við framleiðslu kjötsins á að gizka '/io hluta þeirrar upphæðar. Ytarleg grein eftir Gísla Guðmundsson um frumatrihi ostagerbar. Skýrir hann þar einnig frá gráðaostagerð, er hann álttur, að geti orðið íslenzkum landbúnaði dijúgur búbætir. Hugmynd höf. er, að bændur stofni samlagssel, reki þangað ær sínar, og geri gráða- osta og mysuosta úr mjólkinni. Sig. Sigurðsson: Nautgriparæktin og nautgripafélógin. Yfirlit yfir sögu félaganna þessi 11 ár frá því þau fyrst voru stófnuð. Af 40 félögum, sem stofnuð hafa verið, voru 26 starfandi í árslok 1914. — Greinin ber með sér, hve gagnkunnugur höf. er ísl. búnað- arháttum, hvernig hann þekkir og skilur kosti og lesti þessarar starf- semi. Bendir hann á, að hentugt væri að koma á samkepni til verð- launa, milli kúabúa, er stefndi að því, að fá vitneskju um, hvar kýr eru beztar á landinu. Bara þeir yrðu þá ekki svo margir, sem verð- launin fengju, að þau yrðu bitlingar, en ekki heiðurslaun, eins og Ræktunarsjóðsverðlaunin sælu. Grein um rafveitu á sveitabæjum eftir Guðm. Hlíðdal, raf- verkfræðing, hefir vakið eftirtekt og umhugsun margra bænda. Mæná þeir nú margir á eftir bæjarlæknum í þjónustu rafmagnsins, sem áður hugðu hann einskis nýtan. En er þeim verður litið á kostnaðaráætl- unina, þá fellur víst flestum allur ketill í eld; 3000—5000 kr. fyrir rafmagnstæki — gott kotverð. — En hver veit, hvar ófriðargróðinn lendir. Þá er enn um trygging búfjár gegn harbindum eftir T o r f a Bjarnason. Sýnir hann þar fram á, að hagkvæmara væri það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.