Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 80
íS6
ÁGE MEYER-BENEDICTSEN: ISLAND OG DANMARK (i »Höjskolebladets
1915. nr- 25. 27, 29 og 30). Kolding 1915.
Það er full ástæða til fyrir íslendinga að vera höf. þakklátir fyrir þessa rit-
gerð, jafnhlýleg og hán er í þeirra garð og jafnfjörugt og snjalt og hún er rituð.
Er þar í lausum dráttum rakin stjórnarfarssaga íslendinga frá elztu tímum og stjórn-
arbarátta þeirra við Dani, og reynt að skýra fyrir Dönum, að kröfur íslendinga séu
alls ekki tómar kenjar, heldur fyllilega eðlilegar, þegur á alt er litið. Að vísu megi
sýna fram á, að réttarlega hafi þeir rangt fyrir sér gagnvart Dönum, en rás við-
burðanna hafi sýnt, að þeim líði æ því betur og taki því meiri framförum, því meir
sem losað sé um böndin og því meir sem þeir fjarlægist danskt taumhald. íJað sé
því eðlilegt, að þeir reyni að fjarlægjast Dani sem mest og standa á eigin fótum
sem fullveðja þjóð. Hitt sé annað mál, hvort jafnfámenn þjóð (einar 90,000 sálir)
sé fær um að standa ein sér, án þess að það verði henni til hnekkis bæði í menn-
ingu og öðru. t>að muni hún varla geta, og muni því sambandið við Danmörku
verða henni fyrir beztu. hn til þess að sambandið geti blessast, sé nauðsynlegt, að
Danir fari að dæmi Englendinga og geri sambandið svo frjálst, sem unt er (t. d.
eins og samband Englands og Kanada) og geri íslendingum meira að segja kost á,
að segja upp sambandinu með vissum skilyrðum eftir einhvern ákveðinn tíma. Það
mundi ekki leiða til sambandsslita, heldur þvert á móti styrkja sambandið. íslend-
ingar mundu þá einmilt kjósa að halda því, er þeir stæðu alfrjálsir í sambandinu.
t*ó að þessi leið væri valin út úr ógöngunum, þá lægi enganveginn í því, að Dan-
ir viðurkendu »rettarkröfur« Islendinga. Danir hefðu »réttinn« sín megin, því ís-
land væri hluti af ríkinu, væri orðið það með eða móti vilja sínum fyrir rás við-
burðanna. En í því lægi, að Danir viðurkend'u íslenzku þjóðina sem sjálfstæða og
fullveðja persónu gagnvart mentaþjóðum heimsins.
Hvort leið sú, er höf. (eins og Jóhann skáld Sigurjónsson áður) bendir á. er
einhlít til þess bæði að drepa niður öllum skærum milli Dana og íslendinga, og þó
halda jafuframt við sambandinu, skulum vér láta ósagt. Og geta má þess. að stjórn-
arlög Islendmga eru nú þegar að mun frjálslegri en stjórnarlög Kanada.
En hvað sem því líður, þá er svo margt gott og vel sagt í þessari ritgerð,
að Islendingum hlýtur að vera hún kærkomin, og Dönum veitir hún að minsta
kosti mikla og nauðsynlega fræðslu. y.m Q
ARNE M0LLER: FRA ISLAND (sérpr. úr »Theol. Tidsskrift« 1915, bls.
297—320).
I ritgerð þessari er stutt yfirlit yfir kirkjulífið á íslandi frá dögum Hallgríms
Péturssonar og Jóns biskups Vídalíns og alt til síðustu ára. Er þar og skýrt frá
þeirri hreyfingu, er stefna nýguðfræðinganna hefir vakið á íslandi, og getið helztu
forkólfa hennar. Er það alt ritað af mikilli velvild, en höf. virðist þó í nokkrum
vafa um. hvort alt sé svo holt í stelnu ísl. nýguðfræðinganna sumra, t. d. sam-
bandið við andatrúna, og munu fleiri verða honum sammála um það.
V. G.