Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN]
BOLSJEVISMI
29
lægar og hafa blásið fjölda manns svo miklum siðferðis-
þrótti í brjóst, að það er ómaksins vert að reyna að kynn-
ast þeim og skilja þær.
Tuttugu árum fyrir stjórnarbyltinguna 1917 voru á Rúss-
landi margir smáflokkar sósíalista er engum félagsböndum
voru tengdir sín á meðal. Þeir héldu sameiginlegt þing í
Minsk árið 1898 og mynduðu alþýðuflokk rússneskra só-
síalista. Stjórnarvöld keisarans voru ekki sein á sér að
hneppa í varðhald stjórn flokksins, er þá var kosin, og
koma henni fyrir kattarnef. Flokkurinn var þannig neydd-
ur til að starfa leynilega en óx þó óðfluga. Margar nýjar
deildir voru myndaðar, prentsmiðjum og blöðum var laum-
að inn í landið og blöð flokksins urðu víðlesin. Árangur-
inn varð sá, að verkamenn í borgunum, margir hermenn,
allmargir embættismenn, stúdentar og þar fram eftir göt-
unum, gerðust sósíalistar.
Annað fulltrúaþing rússneska Alþýðuflokksins var hald-
ið 1903. Fulltrúarnir komu saman í Brússel í júlí og luku
störfum sínum í Lundúnum í ágústmánuði. Þeir komu sér
saman um stefnuskrá, sem heimtaði wlýðveldi undir al-
þýðustjórn, landið gert að bændaeign, stjórn iðnaðarins í
hendur verkamanna, og að kallað yrði saman allsherjar-
þing fyrir þjóðina«. Pó að allir fullrúarnir yrðu ásáttir
um stefnuskrá þessa, greindi þá mjög á um aðferðina til
framkvæmda, og klofnuðu á því atriði í bolsjevíka og
mensjevíka. Lenin lagði til að strangari próf yrðu gerð að
inntökuskilyrði í flokkinn og að öll framkvæmd yrði falin
framkvæmdarnefndinni til þess að girða fyrir að smærri
deildir hæfust handa upp á eigin býti. Martoff aftur á
móti vildi ganga í samband við hinn frjálslyndari hluta
hærri stéttanna til þess að steypa keisaravaldinu og mynda
lýðríki er síðar meir yrði gert að jafnaðarmannaríki. Len-
in svaraði því, að í lýðveldi undir stjórn hærri stéttanna
mundi auðvaldið hafa yfirhöndina og kjör eignaleysingj-
anna verða enn þá verri en áður. Meiri hluti fulltrúanna
fylgdi Lenin og gengu þeir eftir það undir nafninu bol-
sjevíkar, sem þýðir meirihlutamenn; hinir voru kallaðir
mensjevíkar eða minnihlutamenn. En þrátt fyrir þenna klofn-